Færslur fyrir júní, 2016

Sunnudagur 26.06 2016 - 12:00

Nýkjörinn forseti

Guðni Thorlacius Jóhannesson hefur verið kjörinn 6. forseti Íslands. Eftir kjördag og kosninganótt ber að líta um öxl. Kosningabaráttan einkenndist af óreiðu til að byrja með og upphlaupi sem m.a. byggðist á fjölmiðlaárás á forsætisráðherra Íslands. Sú árás miðaði ekki við að lög giltu í landinu um svokölluð lágskattasvæði sem m.a. síðasta vinstri stjórnin hafði […]

Föstudagur 24.06 2016 - 07:14

YES! BREXIT – ESB Steingervist

Bretar eru á leið úr ESB. Fyrstu skref að upplausn ESB eru stigin með útgöngu Breta. Það hefur sýnt sig að þó miklu afli sé beitt gegn almenningi lætur lýðræðið ekki að sér hæða en framganga fjölmargra sýnir samt þau öfl sem hafa þarna gríðarlega sterk áhrif á kjósendur. Íslendingar hafa mátt þola umtalsverðan áróður […]

Miðvikudagur 22.06 2016 - 14:03

Kaus Davíð í dag !

Það er fallegur dagur í dag. Fyrirtæki hafa gefið starfsmönnum frí seinni partinn svo allir geti notið þess að horfa á knattspyrnu. Einu sinni voru hér á landi öfl sem vildu okkur í fjötra ICESAVE og að því loknu draga okkur Íslendinga bundin í ESB. Á þeirri stundu voru dregnir fram sérfræðingar sem höfðu þegið […]

Laugardagur 11.06 2016 - 19:34

Ætlar þú að kjósa Davíð?

Já, pistlahöfundur ætlar að kjósa Davíð Oddsson sem forseta Íslands. Hver er Dr. Theo-Ben Gurirab? Dr. Theo-Ben Gurirab er fyrrum forsætisráðherra Namibíu. Hann er annar forsætisráðherra Namibíu frá sjálfstæði ríkisins (2002-2005). Þar áður var hann utanríkisráðherra eða frá sjálfstæði Namibíu (1990-2002). Dr. Gurirab var forseti Allsherjarþings Sameinu þjóðanna (1999-2000) og síðar forseti þings Namibíu (2005-2015). […]

Laugardagur 04.06 2016 - 19:15

208 milljarðar ei meir á morgun 5. júní 2016

Á morgun, 5. júní 2016, hefðum við Íslendingar þurft að borga fyrstu afborgun af 208 milljarða vaxtagreiðslu vegna ICESAVE hefði Svavarssamningurinn verið samþykktur. Þetta var ,,lán“ sem Bretar og Hollendingar bjuggu til fyrir sig og sumir töldu bara í góðu lagi. Undir þennan samning vildu sumir forsetaframbjóðendur, sem nú eru í framboði til forseta Íslands, […]

Miðvikudagur 01.06 2016 - 10:17

Hrun Guðna Th

Guðni Th Jóhannesson forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur hefur fjallað eins og fjöldi annara um hrun fjármálakerfisins á Íslandi. Einnig hefur Guðni sérhæft sig í þorskastríðsárunum og fjallað um samninga Íslands á erlendum vettvangi á erfiðum tímum þar sem íslensk þjóð hefur þurft að taka á honum stóra sínum, þjappa sér saman til að tryggja slagkraft í […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur