Vestrænt samfélag einkennist af gildum eins og frelsi einstaklingsins, lýðræði, réttarríki og mannréttindum. Þessi gildi hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir þjóðir um allan heim. En jafnframt hafa þau átt hatramma andstæðinga, sem reynt hafa að hefta útbreiðslu þeirra.Þessi gildi hafa þróast í aldanna rás í þeim heimshluta þar sem aðskilnaður veraldlegra og trúarlegra valda […]
Launakröfur og reið þjóð Tímarnir eru gamalkunnir en þó sérstakir. Verkalýðsfélögin setja fram háar kröfur sem lærðir hagfræðingar og ábyrgðaraðilar fyrirtækja svo ekki sé talað um ríkisstjórnina, vísa út í hafsauga – segja þær ávísun á verðbólgu. Verði þær samþykktar þýði þær kjaraskerðingu ekki kjarabætur. Nú þurfi nýja þjóðarsátt. Á þessa leið hljóma ummæli margra […]
Aðeins áratug eftir að EFTA samningurinn var undirritaður var ljóst að hann var bara áfangi. Með vaxandi pólitískum og efnahagslegum samruna Evrópu þurfti betri aðgang að mörkuðum þar. EES samningurinn hvílir á þremur megin stoðum; frjálsu flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns. Þetta á að tryggja frjálsan, hindrunarlausan markað með sameiginlegum leikreglum. Undanþágur frá þessum […]
Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í huga að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til […]
Þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin lognuðust út af 1991, litu ófáir svo á sem Vesturlönd hefðu sigrað í Kalda stríðinu og þar með hefði samfélagstilraun þeirra, sem hefur lýðræði ,réttarríki, mannréttindi og frelsi að leiðarljósi, fest sig varanlega í sessi. Amerískur fræðimaður skrifaði um endalok sögunnar. Nú 25 árum síðar virðist sem […]
Árið sem er að líða er mikið afmælisár. Við minnumst upphafs þriggja stríða. Frá ófriði Dana og Prússa árið 1864 eru liðin 150 ár. Heil öld er síðan heimsstyrjaldöldin fyrri hófst 1914, og frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar eru liðin 75 ár. Sjónvarpið sýnir nú danskan sjónvarpsþátt, sem fjallar um þessi afdrifaríku átök 1864. Þar […]
Það blæs ekki byrlega fyrir Ríkisútvarpinu þessa dagana. Margra ára skuldahaugur hvílir á rekstri þess og stjórnendum er uppálagt að skera niður. Magnús Geir er ekki öfundsverður af starfi sínu. Hann tekur við afleitu búi.Hvernig gat það gerst að grundvallarstoð íslenskrar menningarmiðlunar og menningarvarðveislu, er að blæða út ? Finnst stjórnmálamönnum sem ríkisútvarpið skipti […]
Um miðjan níunda áratug síðustu áldar var svo komið að fiskistofnar í höfunum kringum landið voru að eyðast. Hélst það í hendur við gróðureyðingu og víðtækan uppblástur lands.Eigendur og umsjónarfólk auðlinda þjóðarinnar voru komin vel á veg með að farga gæðum láðs og lagar. Við eyðingu sjávarauðlindarinnar var brugðist og stjórnkerfi fiskveiða komið á.Annars […]
Ég hlustaði á fréttir sunnudagkvöldið 25.maí s.l. þegar sagt var frá því, að frá áramótum giltu í landinu lög sem bönnuðu vönun á grísum án deyfingar. Þegar landbúnaðarráðherra var spurður af hverju ekki væri farið eftir lögunum nú tæpu hálfu ári eftir gildistöku þeirra, svaraði hann því til að lögin hefðu verið umdeild, og hann […]
Það hefur komið mörgum á óvart,hvernig það gat gerst að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf frá frekari evrópsk/vestrænni samvinnu en kaus vaxandi einstæðingsskap í utanríkismálum. Sjálfstæðisflokkurinn á áhrifamikla sögu að baki. Hæst risu völd hans í kalda stríðinu,þegar hann tók afgerandi forystu um inngöngu landsins í NATO og stóð að gerð varnarsamningsins við Bandaríkin. Í kjölfarið fylgdi […]