Miðvikudagur 28.08.2013 - 23:02 - FB ummæli ()

Reykjavík – höfuðborg allra landsmanna

 

Seint virðist sumum forráðamönnum Reykjavíkurborgar ætla að skiljast, að Reykjavík er höfuðborð Íslands – höfuðborg allra landsmanna – með öllum þeim gögnum og gæðum, kostum og göllum sem slíku fylgir.

Við Akureyringar hefðum gjarnan viljað afsala okkur atkvæðisrétti í Alþingiskosningum til þess að fá löggjafarþingið, stjórnarráðið, Háskóla Íslands og Landspítalann norður og leggja land undir flugvöll – en þess mun ekki kostur.

Enn er af hálfu þessara forráðamanna  Reykjavíkurborgar farið af stað með umræðu um að leggja þurfi Reykjavíkurflugvöll undir byggð til þess að geta gert borgina lífvænlegri. Það eru aðrir hlutir sem gera borg lífvænlega og að því hafa borgarbúar – Reykvíkingar – stuðlað með margvíslegum hætti undanfarna áratugi.

En með því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður í sinni núvarandi mynd, er verið að skera hjartað úr borginni.

 

Flokkar: Stjónmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar