Færslur fyrir desember, 2015

Föstudagur 18.12 2015 - 23:53

Íslensk tunga í útrýmingarhættu á „stafrænni öld“

Á heimasíðu Mennta- og menningarmálamálaráðuneytisins má lesa um rannsókn, sem gerð var af „fremstu máltæknisérfræðingum Evrópu“ og bendir til þess að flest Evrópumál, þar á meðal íslenska, eigi á hættu stafrænan dauða og séu í útrýmingarhættu á stafrænni öld. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Hvítbókaröð META-NET, sem er kallað evrópsk öndvegisnet (a Network of Excellence). […]

Fimmtudagur 10.12 2015 - 21:38

Dauði íslenskrar tungu – og máltækni

Formælendur máltækni draga upp ófagra mynd af stöðu íslenskrar tungu og fullyrða, að ef ekkert verði að gert, sé íslensk tunga í bráðri lífshættu og verði ekki notuð í tómstundastarfi, framhaldsnámi og störfum tengdum ferðamönnum, eins og þeir orða þetta. Einn formælenda þessa hræðsluáróðurs segir á heimasíðu sinni: Ég tel að íslenskan sé “dauð” ef […]

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar