Færslur fyrir september, 2015

Fimmtudagur 24.09 2015 - 10:09

Tungumál í útrýmingarhættu

Talið er að nær helmingur af um 6000 tungumálum heimsins séu í útrýmingarhættu. Flest þessara tungumála eru töluð af færri en tíu þúsund málnotendum. Margar ástæður eru fyrir því að þessi tungumál eru í útrýmingarhættu: fámenni og veik staða tungumálsins af þeim sökum, fátækt ritmál, styrjaldarátök og fólksflótti frá aðþrengdum landsvæðum og átakasvæðum, þar sem […]

Mánudagur 21.09 2015 - 09:54

Inntaka nemenda í framhaldsskóla – frumskógur og ótræði

Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gengum þann frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka í framhaldsskóla er komin í.  Stjórnsýslustofnun Stofnunin er […]

Laugardagur 19.09 2015 - 00:00

Kalda stríðið IN MEMORIAM

Robert O. Work, varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skoðaði mannvirki á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og fullvissaði sig um að þau gætu nýst nýjustu kafbátaleitarvélum Bandaríkjanna, Boeing P-8 þotum sem eru að grunni af gerðinni Boeing 737-800. Stélið á P-8 þotunum, sem bandaríski flotinn tók formlega í notkun í nóvember 2013, er 1 m hærra en á P-3 Orion […]

Miðvikudagur 09.09 2015 - 21:11

Vi alene vide

Ofangreind orð – Vér einir vitum – er að finna í yfirlýsingu Friðriks sjötta Danakonungs [1768-1839] sem dagsett er 26. febrúar 1835, en yfirlýsingin var svar konungs við áskorun 600 manna um að hefta ekki prentfrelsi í Danmörku. Í yfirlýsingu konungs segir: Ligesom Vor landsfaderlige Opmærksomhed stedse har været henvendt paa at bidrage Alt, hvad […]

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar