Föstudagur 13.09.2013 - 12:23 - FB ummæli ()

Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús

Alma D. Möller, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala við Hringbraut, skrifar í dag grein í Morgunblaðið – sem allir ættu að lesa.

Í greininni segir, að ef lífeyrissjóðir landsmanna láni fé til byggingar Landspítala Háskólasjúkrahúss, fái lífeyrissjóðirnir ávöxtun innanlands, ríkið spari fé til lengri tíma og landsmenn eignist nútíma sjúkrahús. Alma færir skynsamleg rök fyrir máli sínu og bendir á að allir hagnist á þessu – og ekki þýði að gefast upp.

Óvanalegt er að lesa grein af þessu tagi um jafn viðkvæmt og vandasamt efni og heilbrigðismál Íslendingar eru. Að mínum dómi er engum vafa undirorpið, að leiðin sem Alma bendir á er fær.

Nú ber öllum að taka höndum saman um að leysa þetta þjóðþrifamál. Lausn þessa máls varðar alla, unga sem gamla – frá vöggu til grafar – og gæti skipt sköpum fyrir ótal margt annað sem vinna þarf til bóta í þessu þjóðfélagi.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar