Færslur fyrir apríl, 2016

Mánudagur 18.04 2016 - 11:24

Nám í lýðræði og lýðræðislegri hugsun

Hlutverk grunnskóla Samkvæmt lögum er hlutverk grunnskóla – í samvinnu við heimilin – að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi og haga störfum sínum í samræmi […]

Fimmtudagur 07.04 2016 - 22:29

Námsskrá í lýðræði

Íslensk umræðuhefð Margir telja hluta vandans sem við Íslendingar eigum við að stríða, megi rekja til umræðuhefðar sem þróast hefur á Íslandi, umræðuhefð sem einkennist af kappræðu í stað samræðu. Í þessari umræðuhefð er lögð áhersla á að sanna að viðmælandinn – «andstæðingurinn» hafi rangt fyrir sér og algengt að gera lítið úr honum, gera […]

Laugardagur 02.04 2016 - 12:22

„Enginn stóð hann að því að segja ósatt“

Í dag er til moldar borinn frá Grundtvigskirken á Bispebjerg Kaupmannahöfn Anker Jørgensen, fyrrum forsætisráðherra Dana og formaður Det Socialdemokratiske Parti. Anker Henrik Jørgensen fæddist á Christianshavn 1922. Faðir hans var kúskur, vörubílstjóri þess tíma, og móðir hans ræstitæknir, rengøringsdame. Báðir foreldrar hans dóu úr berklum þegar hann var barn að aldri og ólst hann […]

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar