Í gærkvöldi hlustaði ég á Stockholms Symfoniorkester flytja eftirlætistónverk mitt -„fullkomnasta tónverk sögunnar“ – sjöttu sinfóníu Ludwigs van Beethovens, Pastoralsinfóníuna, sveitasinfóníuna, sem samin er 1808 og flumflutt í Vínarborg 22. desember 1808. Meðan ég hlustaði á þetta „fullkomnasta tónverk sögunnar“, fór ég að hugsa um ferilinn: snilli tónskáldsins, menntun og hæfileika hljóðfæraleikaranna, fjölbreytileika hljóðfæranna, þessara […]