Á konudaginn, síðast liðinn sunnudag, flutti forsetafrú Íslands, frú Eliza Jean Reid, ræðu við guðsþjónustu í Garðabæ og var guðsþjónustunni útvarpað. Ræða forsetafrúarinnar var með bestu ræðum sem ég hef heyrt og hef ég þó heyrt margar góðar ræður um dagana. Ræðan var efnismikil, einlæg og skemmtileg með lærdómsríkum samlíkingum og ábendingum sem bæði konur […]
Bókin Age of Extremes eftir Eric Hobsbawm kom út á ensku árið 1994 og í íslenskri þýðingu 1999 og var nefnd Öld öfganna, saga heimsins á 20.öld. Eric Hobsbawm fæddist í Alexandríu 1917 – á dögum breska heimsveldisins, en ólst upp í Vínarborg og Berlín. Hann var af gyðingaættum og í Berlín varð hann vitni […]