Á konudaginn, síðast liðinn sunnudag, flutti forsetafrú Íslands, frú Eliza Jean Reid, ræðu við guðsþjónustu í Garðabæ og var guðsþjónustunni útvarpað. Ræða forsetafrúarinnar var með bestu ræðum sem ég hef heyrt og hef ég þó heyrt margar góðar ræður um dagana. Ræðan var efnismikil, einlæg og skemmtileg með lærdómsríkum samlíkingum og ábendingum sem bæði konur og karlar geta lært mikið af. Hins vegar hef ég hvergi séð minnst einu orði á þessa merku ræðu sem enn má hlusta á í Sarpinum: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/gudsthjonusta-i-vidalinskirkju/20170219. Vil ég benda hugsandi fólki á að hlusta á ræðu forsetafrúar Íslands, frú Eliza Jean Reid.