Eftirtektarverðasta niðurstaða nýafstaðinna kosninga er sigur Flokks fólksins þar sem einlægni og hreinskilni Ingu Sæland olli straumhvörfum, en Þjóðfundurinn 2010 gerði orðin mannréttindi, menntun og heiðarleiki að helstu kjörorðum sínum.
Sýning Þjóðleikhússins á einu áhrifamesta verki Henriks Ibsens sýnir hinn lokaða heim iðnaðarsamfélagsins og kallast á við samtíma okkar þar sem takast á gróðahyggja og krafa um valddreifingu, velsæld og mannvirðingu.
Samskipti Íslendinga við snjalltæki verða íslenskri tungu ekki að falli. Unnt er að nýta tækni sem gerir samskiptin auðveld og einföld. Það sýnir frábært starf íslensku starfsmanna Google sem getið var um í fréttum á dögunum. Það eru aðrir þættir sem gætu orðið þessu elsta tungumáli Evrópu að falli. Þá ber að hafa í huga, […]