Einkennileg voru ummæli Þorvalds Víðissonar biskupsritara, sem höfð voru eftir honum í hádegisfréttum RÚV í dag laugardag 4rða nóvember AD 2017, þegar hann var spurður um það, hvort séra Eva Björk Valdimarsdóttir gæti sótt um embætti dómkirkjuprests þegar það verður auglýst að nýju – og hann svaraði:
„Hún hefur svo sem alveg [sic] heimild til þess þegar embættið í Dómkirkjunni verður auglýst, það er ekkert sem útilokar það í sjálfu sér. En hún hefur tekið við nýju embætti þannig að það væri kannski svolítið skrýtið [sic], en hún hefur alveg heimild til þess.“
Gætinn biskupsritari hefði átt að haga orðum sínum á annan hátt, því að eins og gefur að skilja getur séra Eva Björk Valdimarsdóttir að sjálfsögðu sótt aftur um embætti dómkirkjuprests. Auk þess þarf Þjóðkirkjan á varfærni, skilningi og hógværð að halda – sem aldrei fyrr.