Laugardagur 04.11.2017 - 13:40 - FB ummæli ()

Hún hefur svo sem alveg heimild til þess að sækja um embætti dómkirkjuprests

Einkennileg voru ummæli Þorvalds Víðissonar biskupsritara, sem höfð voru eftir honum í hádegisfréttum RÚV í dag laugardag 4rða nóvember AD 2017, þegar hann var spurður um það, hvort séra Eva Björk Valdimarsdóttir gæti sótt um embætti dómkirkjuprests þegar það verður auglýst að nýju – og hann svaraði:

„Hún hefur svo sem alveg [sic] heimild til þess þegar embættið í Dómkirkjunni verður auglýst, það er ekkert sem útilokar það í sjálfu sér. En hún hefur tekið við nýju embætti þannig að það væri kannski svolítið skrýtið [sic], en hún hefur alveg heimild til þess.“

Gætinn biskupsritari hefði átt að haga orðum sínum á annan hátt, því að eins og gefur að skilja getur séra Eva Björk Valdimarsdóttir að sjálfsögðu sótt aftur um embætti dómkirkjuprests.  Auk þess þarf Þjóðkirkjan á varfærni, skilningi og hógværð að halda – sem aldrei fyrr.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar