Eftir að hafa horft á fréttir síðustu vikna í vefmiðlum heimsins um hörmungar víða um þennan volaða heim – nú síðast skelfingarnar í Jemen – og þurfa síðan að horfa á kvöldi uppstigningardags á sýndarmennsku okkar vesturlandabúa á EUROVISION, þar sem verið er að sýna brjóst og læri á hæfileikalausum körlum og konum með undirleik hæfileikalausra tónlistarmanna. Þá vaknar spurning sveitadrengs austan af landi, hvers vegna í andskotanum „þjóðir heimsins”, sem svo eru kallaðar, og þá ekki síst þetta fyrirbæri sem kallast EUROVISION, sameinast ekki um að eyða fjármunum sínum – milljörðum dala – í að hjálpa fátæku fólki um allan þennan volaða heim að lifa af. Ef til vill þarf að þó áður að vinna bug á auðvaldi heimsins sem byggir nú einkum á því að selja vopn til heimskra valdhafa sem byggja vald sitt á ofbeldi gegn fátæku fólki. For helvede.