Með því að fækka alþingismönnum um helming og hækka laun þeirra um helming mætti ætla að hæfara fólk fengist til þessara mikilvægu starfa. Þannig væri auk þess unnt að spara ríkissjóði yfir tvo milljarða króna í rekstrarútgjöldum á ári. Þessu fé er unnt að afnema skatta á lágtekjufólki og koma til aðstoðar fólki í lífshættu vegna notkunar áfengis og annanna vímuefna – og leggja milljarð til rekstrar meðferðarstofnunar á Vogi. Þannig mætti einnig auka virðingu Alþingis, sem er lífsnauðsyn lítilli þjóð.