Færslur fyrir flokkinn ‘Menning og listir’

Mánudagur 14.01 2019 - 21:54

Raddgerð og framburður

Þegar heyrn okkar fer að dofna, er gott að hlusta á fólk sem hefur þægilega rödd og góða raddbeitingu, er skýrmælt og kann að ljúka setningum.

Laugardagur 20.10 2018 - 19:39

Sálumessa – ljóðabók með djúpar rætur

Ekki er unnt að gera þessum áhrifamikla kvæðabálki Gerðar Kristnýjar viðhlítandi skil í orðum – það vantar orð. Það verður að lesa ljóðabálkinn. Allir hugsandi menn, konur og ekki síst við karlar þurfum að lesa bálkinn – lesa Sálumessu Gerðar Kristnýjar – ekki einu sinni heldur sjö sinnum sjö.

Þriðjudagur 24.04 2018 - 18:20

Framtíð íslenskrar tungu – íslensk málstefna

Enginn vafi leikur á, að margvísleg hætta steðjar að íslenskri tungu. Því þarf að móta málstefnu sem víðtækt samkomulag yrði um.

Laugardagur 20.01 2018 - 13:43

Sýnisbók íslenskra ljóða 1918 til 2018

Hvatt er til umræðu um, hvort gefa skal út sýnisbók íslenskra ljóða 1918 til 2018 vegna þess að íslenskt fullveldi byggist á lifandi tungumáli og skilningi á mikilvægi sjálfstæðs tungumáls, en dýrmætustu perlur íslenskrar tungu eru ljóð og aldrei hefur íslensk ljóðagerð staðið sterkar en síðustu 100 ár, ár fullveldisins.

Föstudagur 12.01 2018 - 18:01

„Það sem dvelur í þögninni” – áhrifamikil bók um konur

Ein bók frá liðnu hausti hefur sérstöðu fyrir margra hluta sakir, bók Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur sem hún nefnir „Það sem dvelur í þögninni“ og fjallar um konur en á erindi til allra.

Fimmtudagur 26.10 2017 - 13:42

Frábær leiksýning sem á erindi til allra

Sýning Þjóðleikhússins á einu áhrifamesta verki Henriks Ibsens sýnir hinn lokaða heim iðnaðarsamfélagsins og kallast á við samtíma okkar þar sem takast á gróðahyggja og krafa um valddreifingu, velsæld og mannvirðingu.

Laugardagur 07.10 2017 - 09:22

Snjalltæki og íslensk tunga

Samskipti Íslendinga við snjalltæki verða íslenskri tungu ekki að falli. Unnt er að nýta tækni sem gerir samskiptin auðveld og einföld. Það sýnir frábært starf íslensku starfsmanna Google sem getið var um í fréttum á dögunum. Það eru aðrir þættir sem gætu orðið þessu elsta tungumáli Evrópu að falli. Þá ber að hafa í huga, […]

Fimmtudagur 07.09 2017 - 12:28

Skólar á nýrri öld

Enn hafa umræður orðið um styttingu náms í framhaldsskólum. Sýnist þar sitt hverjum, eins og eðlilegt er, en málefnaleg skoðanaskipti eru undirstaða framfara í lýðræðislandi. Það sem hins vegar hefur einkennt þessar róttæku breytingar, er að menntamálayfirvöld hafa lítið rætt breytingarnar og lítið samráð haft við skólana – skólastjóra og kennara – að ekki sé […]

Þriðjudagur 13.06 2017 - 19:12

Prins Henrik og Danmark

Det var en stor oplevelse for mig som en islandsk royalist, født under kong Christian den X, i går at se DRs „direkte” genudsendelse af prinsesse Margrethe og greve Henri de Monpezats bryllup den 10. juni 1967. Ikke mindst var det indtagende at se tronfølgerens kærlighed til den smukke grev, der lyste fra hendes øjne […]

Miðvikudagur 31.05 2017 - 12:20

Framtíð íslenskrar tungu

Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um ensk heiti íslenskra fyrirtækja. Ástæðan er sú, að síðara hluta maímánaðar tók Flugfélag Íslands upp nafnið Air Iceland Connect. Um árabil notaði félagið nafnið Air Iceland, en með því að bæta við orðinu Connect sýnum við tengingu við íslenska náttúru og erlenda áfangastaði á borð við Grænland, […]

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar