Dagur íslenskrar tungu er tengdur nafni Jónasar Hallgrímssonar, listaskáldsins góða, fyrsta nútímaskálds Íslendinga sem fann fegurð íslenskrar náttúru og sameinaði íslenska ljóðhefð og erlend kveðskaparlist. Jónas Hallgrímsson dó 26. maí 1845 á Friðriksspítala í Kaupmannahöfn. Árið eftir birtist í Nýjum félagsritum kvæði, níu erindi undir ferskeyttum hætti, eftir Grím Thomsen frá Bessastöðum á Álftanesi. Kvæðið […]
Talið er að nær helmingur af um 6000 tungumálum heimsins séu í útrýmingarhættu. Flest þessara tungumála eru töluð af færri en tíu þúsund málnotendum. Margar ástæður eru fyrir því að þessi tungumál eru í útrýmingarhættu: fámenni og veik staða tungumálsins af þeim sökum, fátækt ritmál, styrjaldarátök og fólksflótti frá aðþrengdum landsvæðum og átakasvæðum, þar sem […]
Ríkisútvarp – sem rís undir nafni – er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins ásamt Alþingi, mennta- og rannsóknarstofnunum, stofnunum heilbrigðiskerfisins í margbreytilegum myndum sínum, menningarstofnunum, svo sem leikhúsum og tónlistarfélögum – og þjóðkirkju. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um slíkar stofnanir svo og aðrar stofnanir sem reknar eru fyrir skattpeninga almennings, enda eru umræður stöðugar […]
Mörgum er það ráðgáta að einstaka menn, karlar eða konur, geta orðað hugsanir, tilfinningar og lífsreynslu sína betur en aðrir og geta í máli brugðið upp sterkum myndum af mannlífi, náttúru, hugsunum og tilfinningum. Vafalaust veldur margt þessum hæfileikum: næm tilfinning, innsæi, lífsreynsla, íhygli og gagnrýnin hugsun. Í dag er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, listaskáldsins góða, […]
MYNDIN AF JÓNASI HALLGRÍMSSYNI Í dag kom út nýr tíu þúsund króna seðill með mynd af dönskum prentara. Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, en að sögn Seðlabankans er á seðlinum að finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttúrufræðings. Nýmæli er að kalla Jónas Hallgrímsson alþýðufræðara og óljóst af hverju það er […]
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur sýnt vilja sinn í verki, einurð og kjark með því að ætla að flytja ávarp á trúarhátíðinni Hátíð vonar sem haldin verður í Laugardalshöllinni í lok september og er samstarfsverkefni fjölmargra kirkna og kirkjudeilda. Með því segist hún styðja samstarf kristinna safnaða. En auk þess styður biskup raunverulegt skoðana- […]