Átök eru sífellt aukast í heiminum og verða ef til vill ekki umflúin við þá misskiptingu sem viðgengst þegar 5% eiga 95% auðsins og þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Birtingarmynd þessarar efnahagslegu misskiptingar og örbirgðar, sem fylgir í kjölfarið, blasa við hverjum sem vilja sjá alla daga sem guð gefur yfir. Þess […]
Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gengum þann frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka í framhaldsskóla er komin í. Stjórnsýslustofnun Stofnunin er […]
Tekjuskipting á Íslandi hefur breyst til aukinnar misskiptingar undanfarin ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofu Ísland hefur hlutfall launa annars vegar og fjármagnstekna hins vegar breyst verulega. Hlutfall launa árin fyrir 2006 var um 63% en er nú um 60%. Þetta þýðir, að laun eru nú þrjú til fjórum prósentum lægri en þau voru fyrir 10 árum. […]
Skömmu fyrir páska horfði ég á beina útsendingu frá Alþingi. Það var sorgleg sjón og raunalegt á að heyra. Ráðherrann, sem sat fyrir svörum, grúfði sig yfir smátölvu og leit sjaldan upp en kallaði fram í fyrir ræðumönnum sem þuldu yfir honum skammir og kröfðu hann sagna, en fengu ekkert svar og ekkert var um […]
Ástæða er til að fordæma morð og ofbeldi íslamista hvar sem er í heiminum, svo og allt annað ofbeldi, ofstæki og mannfyrirlitningu. Miskunnarleysi íslamskra ofstækismanna gagnvart börnum og konum og öðru saklausu fólki er óskiljanleg mannvonska og mannfyrirlitning og þyngri en tárum taki. Sorglegt er að horfa upp á að “alþjóðasamfélagið” er vanmáttugt gagnvart þessu […]
Samdóma álit flestra sem kynnst hafa stjórnmálaumræðu á Norðurlöndum, að umræðuhefð á Íslandi sé afar frumstæð. Þegar við frumstæða umræðuhefð bætist, að fjölmiðlar eru vanmegnugir – og sumir hlutdrægir – er ekki við því að búast að stjórnvöldum sé veitt það aðhald sem nauðsynlegt er, enda helst íslenskum stjórnmálamönnum uppi málróf og blekkingar sem líðast […]
Hvers vegna í ósköpunum – svo ég sem gamall sjómaður að austan segi ekki : hvers vegna í andskotanum þarf að vera þessi vafi um heiðarleika íslenskra útgerðarmanna? Sem sonur útgerðarmanns fyrir austan segi ég: Hvers vegna í andskotanum hefur skammaryrðið sægreifi leyst orðið útgerðarmaður af hólmi? Íslendingar hafa ekki efni á óheiðarlegum útgerðarmönnum – […]
Í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga, þessarar dvergþjóðar á mörkum hins byggilega heims, þjóðar sem fjölgaði ekkert í 900 ár meðan fólksfjöldi nágrannalandanna þrefaldaðist. Fyrir rúmri öld var Ísland amt í Danmörku. Fátækt var svo mikil að sjómenn frá Noregi, sem hingað komu til fiskveiða um aldamótin 1900, sögðu heimkomnir að fátækt á vesturströnd Noregs væri […]
Eins og stundum áður er einkennilegt að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. Það er engu líkara en höfundur Reykjavíkurbréfsins í dag hafi ekki að fullu stjórn á hugsun og máli, enda er honum augljóslega mikið niðri fyrir. En þó má skilja af skrifum hans: hann er ekki ánægður með Ríkisútvarpið. Traust á Fréttastofu Ríkisútvarpsins Höfundur Reykjavíkurbréfsins fullyrðir […]
Könnun sem gerð var í Danmörku og birt var í www.avisen.dk/ í gær leiðir í ljós að almenningur telur danska stjórnmálamenn valdasjúka, óáreiðanlega, hrokafulla og óskiljanlega. Starf stjórnmálamanna sé að verða atvinnumennska í stað þess að berjast fyrir stefnu sinni til þess að bæta hagsmuni almennings. Er þetta nokkuð líkt því sem er á Íslandi?