Í dag bað fréttastofa RÚV mig um að tjá afstöðu mína gagnvart viðskiptaþvingunum Vesturveldanna á Rússa. Hún er eftirfarandi: ,,Utanríkisstefna Rússa hefur á stuttum tíma breyst í það að vera mjög ögrandi, ógnandi og hættuleg. Það sýna dæmin frá Krím, austur-Úkraínu og víðar. Í mínum huga er það enginn spurning að það er lang best […]
Frjáls samkeppni snýst um að ná hylli viðskiptavinarins með því að bjóða vöru á hagstæðara verði en samkeppnisaðilinn. Hvar er samkeppnin á olíumarkaði hér á landi? Samkvæmt nýjustu tölum er heimsmarkaðsverð á olíu um 50 dali á fat, en var tæplega 116 dollarar fyrir ári. Þetta er rúmlega helmings lækkun og vel það. Hversvegna lækka bensín og […]
Fréttabann af meintum nauðgunarmálum á Þjóðhátíð í Eyjum hugnast mér afar illa. Sérstakt að slík stefnubreyting skuli kynnt rétt fyrir að hátíðin hefst, þvert á alla umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um að það að vera þolandi ofbeldis sé ekki feimnismál. Samfélagið hefur enda dáðst að fjölda manna sem stigið fram og tjáð […]
Það var frábært framtak þegar Breiðholtið var byggt og ungar barnafjölskyldur gátu loks komið þaki yfir höfuðið. Sjálfstæðismenn áttu þar virkilega góðan hlut að máli. Þessu þarf að fylgja eftir árið 2015. Sakna þess að sjá ekki okkur Sjálfstæðismenn og ég tala nú ekki um SUS með skýra forystu í þessu máli. Landsfundur er að hausti, […]
Heimsviðburður varð nýlega á Húsavík þegar fyrsta siglingin var farin á Ópal fyrsta rafknúna hvalaskoðunarbátnum hjá fyrirtækinu Norðursiglingu. Sérstök tækni í skipinu gerir því kleift að tappa af rafmagni á rafbíla að lokinni hverri ferð, rafmagni sem verður til á siglingunni. Meðal farþega um borð var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Ég tel að við Íslendingar […]
Sem kunnugt er áformar Landsbankinn að byggja nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn við hlið Hörpu við Reykjavíkurhöfn. Eins og gefur að skilja falla þessi áform í grýttan jarðveg hjá mörgum. Landsbankinn er að stórum hluta í eigu ríkisins eftir hrunið. Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri […]
Umræðuhefðin á hinu háa Alþingis verður að breytast hið snarasta. Þingmenn lofa öllu fögru í upphafi og lok hvers þings, en síðan verða efndirnar engar. Þar sem ég sit í sæti 53 í þingsalnum furða ég mig á því hvað þar fer fram. Alltof oft snúast umræðurnar um hver eigi heiðurinn að hverju og hver hafi klúðrað hverju. Niðrandi […]
Í Eystrasaltslöndunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, er mansal landlægt vandamál og mjög margar konur þaðan verða fórnarlömb þess sem kallað hefur verið nútíma þrælahald. Nýlega fór ég ásamt nokkrum þingmönnum Norðurlandaráðs til fundar við lettnesk yfirvöld í Ríga til að fræðast um stöðuna og bjóða hjálp Norðurlandaþjóðanna í baráttunni gegn mansali. Mjög erfitt er að […]
Málefni Reykjavíkurflugvallar standa illa þrátt fyrir að stór meirihluti þjóðarinnar vilji hafa Reykjavíkurflugvöll á sínum stað og mikilvægir þjóðarhagsmunir í húfi í tengslum við samgöngur og sjúkraflug. Flugvöllurinn er hornreka þar sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur vill hann burtu. Ekki þarf annað en að aka Hringbrautina til að sjá hvað þar stendur til. Þungavinnuvélar eru þegar […]
Fregnir um að lífi sjúklinga sé stefnt í hættu vegna þess að þeir fá ekki viðeigandi meðferð vegna verkfalla vekja óhug. Sérfræðingur í krabbameinslækningum segir að fáist ekki nauðsynlegar undanþágur kunni svo að fara að það kosti mannslíf. Nauðsynlegar undanþágur hljóta því að verða veittar tafarlaust. Neyðarástand hefur ríkt á svínabúum því ekki er […]