Færslur með efnisorðið ‘Stjórnmál’

Föstudagur 07.10 2011 - 23:59

Frumvarp til fjárlaga (68. gr.)

Í ljósi þess að mikilvægur pistill birtist á morgun ætlaði ég nú að hafa þetta létt – svona á föstudegi – um 68. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs enda átti sú grein að vera eitt af fáum ákvæðum frumvarpsins sem við í stjórnlagaráði létum óhreyft (efnislega a.m.k.) frá ákvæðum gildandi stjórnarskrár; það gerðum við raunar að vísu – […]

Laugardagur 01.10 2011 - 23:59

Lögrétta (62. gr.)

Um 62. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var mikið rætt – til og frá; þar segir: Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins. Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf […]

Sunnudagur 25.09 2011 - 23:59

Flutningur þingmála (56. gr.)

Í 56. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingismenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál. Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana sem ríkisstjórn hefur samþykkt. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forseti lýðveldisins geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og „annarra samþykkta“ […]

Fimmtudagur 22.09 2011 - 23:59

Þingsköp (53. gr.)

Í 53. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum. Í gildandi stjórnarskrá er samhljóða ákvæði að finna. Fræðilegt – en lítt praktístkt – álitaefni Um þetta er lítið að segja – annað en að ég hafði þá fræðilegu afstöðu, sem naut ekki fylgis í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, þar sem ég sat, að þingsköp Alþingis ætti […]

Miðvikudagur 21.09 2011 - 23:59

Þingforseti (52. gr.)

Eitt róttækasta nýmælið í tillögum stjórnlagaráðs um stjórnskipan landsins er að finna í 52. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs enda er þar kveðið á um myndugri forseta Alþingis sem njóta á trausts aukins meirihluta þings en ekki aðeins þröngs ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni: Alþingi kýs sér forseta með 2/3 hlutum atkvæða í upphafi hvers kjörtímabils. Sitji forseti ekki út […]

Þriðjudagur 20.09 2011 - 23:59

Styrkir til frambjóðenda og samtaka þeirra (51. gr. )

Í 51. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt merkasta nýmælið að finna: Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu. Upplýsingar um framlög yfir ákveðinni lágmarksupphæð skulu birtar jafnóðum samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Ekkert er að […]

Fimmtudagur 15.09 2011 - 11:59

Þingsetning (46. gr.)

Í 46. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands stefnir saman Alþingi að loknum alþingiskosningum og setur reglulegt Alþingi ár hvert. Forseti stefnir einnig saman og setur Alþingi að tillögu forseta þess eða 1/3 hluta þingmanna. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta hið sama og í fyrri málsgrein utan þess að 10 vikna hámarksfrestur til þess að stefna […]

Sunnudagur 11.09 2011 - 23:59

Kjörgengi (til Alþingis) (42. gr.)

Í 42. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. Hæstaréttardómarar eru þó ekki kjörgengir. Glati alþingismaður kjörgengi missir hann þann rétt sem þingkosningin veitti honum. Varamaður tekur þá sæti hans á þingi. Aðeins hæstaréttardómarar ókjörgengir Um fyrri tvær málsgreinarnar er fyrst […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 23:59

Alþingiskosningar (39. gr.)

Í 39. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt lengsta og tæknilegasta ákvæði þess; ég gat þó – og get – ekki tekið undir efasemdir innan ráðsins og e.t.v. utan um að of langt hafi verið gengið í útfærslu á tæknilegum atriðum í því ákvæði. Í stjórnarskrá eru f.o.f. meginreglur og markmið… Flest vorum við – […]

Miðvikudagur 31.08 2011 - 07:00

Bann við herskyldu (31. gr.)

Í 31. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Herskyldu má aldrei í lög leiða. Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta – og því er  um að ræða stjórnskipulegt nýmæli þó að sögulega sé svo ekki og pólitískt sé væntanlega mikil sátt um að halda sig við þá stefnu sem hér er áréttuð, sbr. m.a. erindi sem bárust stjórnlagaráði um […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur