Í nokkra daga hef ég klórað mér í hausnum yfir meintri 3000 manna fjölgun opinberra starfsmanna, sem Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði frá í fjölmiðlum og heimfærði á gögn úr vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. (sjá http://www.visir.is/article/20100927/FRETTIR01/231913240) Hvar gæti þetta fólk mögulega verið að finna? Næstum því jafnmargt og allur mannafli Landspítala? Á tímum þegar „náttúruleg afföll“ eru látin […]
Góðu fréttirnar frá Alþingi þessa dagana: -þar kunna menn fullvel að reisa skjaldborg. Slæmu fréttirnar: -rangan snýr út.
Í tilefni af umræðu sem heyrst hefur ómur af undanfarið um mismunandi slátrunarsiði og það hvort einn hópur geti etið ket sem slátrað er samkvæmt hefðum – og jafnvel undir bænum – annars, finn ég mig knúna til að játa eftirfarandi: Ég gæti sem best trúað því að ég hafi í gegnum tíðina innbyrt kynstrin öll […]
„Niðurskurður er óumflýjanlegur, hann mun nema a.m.k. 20% af kostnaði opinberrar þjónustu, hann skal ekki vera flatur. “ Nokkurn veginn svona dreg ég saman málflutning stjórnvalda um staðreyndir þær sem blasa við í opinberum rekstri. Þegar spurt er um stefnuna í rekstrinum, hvort sem er á samdráttarskeiðinu sjálfu eða að því loknu, hafa svörin oftast verið á þá leið, að […]
Ja þetta þjóðfélag sem maður býr í og „umræðan“ sem kennd er við það! Eftir að hafa umborið maaarga mánuði af hagfræði-jargoni þar sem fjölmiðlar matreiddu – að því er virðist ofan í almenning – alls kyns fróðleik um skuldatryggingarálag, punkta og lánalínur í stærðum sem flest okkar heyrðum varla nefndar á okkar skólagöngu (ég man að minnsta kosti ekki hvernig kubburinn […]