Mér var að detta í hug patentlausn.
-sem gæti t.d. leyst vanda innlendrar verslunar og þjónustu – sem er allt, allt, allt of stór fyrir okkar fámenna markað.
-sem gæti líka bætt stöðu velferðarþjónustunnar, sem glímir við þann vanda að sjá fámennri þjóð fyrir þjónustu í hæsta gæðaflokki að umfangi sem jafnast á við það besta í mun fjölmennari samfélögum.
-sem gæti reddað alls kyns vanda sem tengist ör-þessu eða smá-hinu.
Patentlausnin er þessi: Fjölgum okkur.
Eini gallinn sem ég sé í fljótu bragði er að við myndum missa „miðað við höfðatölu“ formálann í yfirlýsingum um allra handa eigið ágæti. Sem er kannski bara fínt…