Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Föstudagur 15.05 2015 - 09:12

Fjölmenning í Hafnarfirði

Heimurinn er alltaf að minnka og veröldin að stækka. Þetta hljómar kannski þversagnarkennt, en með bættum samgöngum og fjölbreyttari samskiptaleiðum, styttast leiðir og kunningsskapur eykst milli þjóða og menningarheima. Evrópsk lýðræðisvika verður haldin í október næstkomandi undir yfirskriftinni „Að búa saman í fjölmenningu, virðing, samtal og samskipti“. Þessi yfirskrift lýsir vel því viðfangsefni sem bæjarfélög […]

Sunnudagur 08.03 2015 - 23:06

Fegurðin í fjölbreytileikanum – hugleiðing um ferðaþjónstu

Mannlífið er og verður fjölbreytt. Aðlögun okkar að þeirri staðreynd felst furðu oft í því að aðgreina fólk í hópa – undir því yfirskini að gera öllum jafnhátt undir höfði. Þótt við séum öll einn hópur. Hvert og eitt okkar býr við eigin veruleika. Sumt það sem skilgreinir okkur sem einstaklinga er valkvætt en annað […]

Föstudagur 23.01 2015 - 20:17

Okkur er ekki alls varnað – af ungu fólki, lýðræðisþátttöku, mannréttindum og nýsköpun

Stundum er ekki annað hægt en fyllast bjartsýni andspænis framtíðinni. Þrátt fyrir allt og allt. Fyrir viku síðan leit ég inn á ráðstefnu Landssambands æskulýðsfélaga um lýðræðsþátttöku og samfélagsáhrif ungs fólks Fyrir utan að líða eins og liðstirðu gamalmenni innan um öll blómlegu ungmennin, var upplifunin mögnuð. Sem er ekki skrýtið, orkan í ungu fólki […]

Laugardagur 08.03 2014 - 21:30

Réttu fram lófann

Á menntaskólaárunum var fastur punktur í tilveru minni að bíða eftir strætó. Eftir skóla beið ég ýmist inni í MR eða í „brekkusjoppunni“, nema veður byði upp á útiveru. Eitthvað vorið var ég einu sinni sem oftar stödd í brekkusjoppunni að bíða, ein að venju, þegar óárennilegur ungur maður eigraði upp að mér og sagðist […]

Þriðjudagur 31.12 2013 - 11:33

Sækjum fram, virkjum hugvitið

Í samfelldan straum tímans er okkur tamt að marka skil, staldra við, líta yfir farinn veg, horfa svo fram á við og taka stefnu til framtíðar. Við stöndum nú á slíkum tímamótum. Brýnt er að kveðja hið gamla og fagna hinu nýja með opnum hug. Eldri áherslur hafa komið okkur þangað sem við erum í […]

Þriðjudagur 12.11 2013 - 20:15

Heiðurslaun listakvenna?

Ummæli þingmannsins Vilhjálms Árnasonar um laun hljóðfæraleikkvenna vekja hjá mér svipaða tilfinningu og „finndu fimm villur“ myndir í krossgátublöðum. Stenst eiginlega ekki mátið að prófa mig við þessa þraut. 1. villa: Dagvinnulaun eru afar vafasöm stærð þegar verið er að fjalla um laun lögreglumanna (eða þá kvenna eins og í þessu tilviki) í samanburði við […]

Þriðjudagur 05.11 2013 - 13:46

Vits er þörf, dælt er heima hvat

Ísland er eyland, heimkynni fámennrar þjóðar. Fámennrar, en um leið fróðleiksfúsrar og metnaðargjarnrar þjóðar, góðu heilli. Svo lengi sem elstu menn muna höfum við Íslendingar sótt okkur menntun og þekkingu út fyrir landsteinana. Það háttalag er ekki einvörðungu eðlilegt, heldur beinlínis nauðsynlegt jafn fámennu samfélagi. Okkur ber öllum að þakka þeim sem freista gæfunnar við […]

Fimmtudagur 23.05 2013 - 12:45

Nagað bílsæti og slanga í munn

Undanfarið – sérstaklega um helgar – hafa leitað á mig spurningar um tilgang fréttatíma, og fréttamat. Hvað er fréttnæmt, hver ákveður það og hvers vegna? Oftast gerist þetta þegar ég er ein með barni í bíl. Börn hafa oft lítið um það að segja hvert þau fara og hvers vegna, eru bara bundin í sinn […]

Mánudagur 23.08 2010 - 14:30

Notendamiðað skattkerfi

Tvennt er svolítið merkilegt ef maður pælir í því:  Við Íslendingar erum annars vegar: — afar tortryggnir út í skatta sem hið opinbera leggur á okkur og ákveður hvernig skuli varið.  Förum umsvifalaust í það að finna glufur og leiðir til að komast hjá því að borga sjálf alla þá skatta sem á okkur á […]

Höfundur

Guðlaug Kristjánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
RSS straumur: RSS straumur