Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 23.01 2019 - 13:49

Frostið oss herði?

Peter Freuchen, danski heimskautaofurhuginn, hefur líkast til aldrei hlotið þá frægð sem hann á skilið. Einn af þessum sérvitru brjálæðingum sem krydda mannkynssöguna með tilvist sinni og ævintýrum. Sögurnar hans hafa yfir sér ævintýrablæ í ætt við Munchausen, vafalaust ýktar eða í það minnsta færðar í stílinn, þó svo kjarni þeirra geti svosem vel verið […]

Laugardagur 17.06 2017 - 17:07

Ávarp 17. Júní 2017

Kæru Hafnfirðingar, góðir gestir – gleðilega hátíð! Það er hjarta í Hafnarfirði. Það sjáum við glöggt á degi sem þessum, 17. júní, þegar lífið streymir um götur bæjarins í allri sinni fjölbreytni og litadýrð. Hér er gaman að vera og gott að vera til. Þakka ykkur öllum fyrir að lífga upp á bæinn, við skulum […]

Föstudagur 01.05 2015 - 21:39

Í dag er 1. maí

Starfsævin dugar ekki til að greiða niður námslánin hjá háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum. Samt skilur ríkið ekki kröfur um að menntun sé metin til launa, miðað við yfirlýsingar undanfarið. Engar skuldaleiðréttingaraðgerðir frá hruni hafa tekið tillit til námslána. Sú staðreynd talar sínu máli í mati á menntun almennt, þar sem litið er á skuld vegna fjárfestingar í […]

Sunnudagur 08.03 2015 - 23:06

Fegurðin í fjölbreytileikanum – hugleiðing um ferðaþjónstu

Mannlífið er og verður fjölbreytt. Aðlögun okkar að þeirri staðreynd felst furðu oft í því að aðgreina fólk í hópa – undir því yfirskini að gera öllum jafnhátt undir höfði. Þótt við séum öll einn hópur. Hvert og eitt okkar býr við eigin veruleika. Sumt það sem skilgreinir okkur sem einstaklinga er valkvætt en annað […]

Þriðjudagur 25.03 2014 - 13:03

Félagsmenn BHM hjá hinu opinbera – dýrmætt fólk á bak við tjöldin (brot úr ræðu)

Á síðustu vikum höfum við í BHM haldið á fjórða tug vinnustaðafunda með félagsmönnum vítt og breitt. Þeir hafa verið afar vel sóttir og þátttakendur eflaust orðnir yfir 1500. Óhætt er að segja að það sé hugur í okkar fólki og jafnframt augljóst af þessum milliliðalausu samskiptum forystu og félagsmanna að samninganefndir aðildarfélaganna voru með […]

Laugardagur 08.03 2014 - 21:30

Réttu fram lófann

Á menntaskólaárunum var fastur punktur í tilveru minni að bíða eftir strætó. Eftir skóla beið ég ýmist inni í MR eða í „brekkusjoppunni“, nema veður byði upp á útiveru. Eitthvað vorið var ég einu sinni sem oftar stödd í brekkusjoppunni að bíða, ein að venju, þegar óárennilegur ungur maður eigraði upp að mér og sagðist […]

Föstudagur 10.01 2014 - 13:20

Launaleiðrétting BHM

Fjárfesting í menntun er samfélagsleg nauðsyn og til þess að hún nýtist sem best og gefi af sér til samrekstrar þjóðarheimilisins þurfa ákveðnar forsendur að vera til staðar. Gróflega áætlað fjárfestir íslenskt samfélag um 26 milljónir króna í hverjum háskólamenntuðum einstaklingi í gegnum menntakerfið og gera má ráð fyrir að hann greiði um 124 milljónir […]

Þriðjudagur 12.11 2013 - 20:15

Heiðurslaun listakvenna?

Ummæli þingmannsins Vilhjálms Árnasonar um laun hljóðfæraleikkvenna vekja hjá mér svipaða tilfinningu og „finndu fimm villur“ myndir í krossgátublöðum. Stenst eiginlega ekki mátið að prófa mig við þessa þraut. 1. villa: Dagvinnulaun eru afar vafasöm stærð þegar verið er að fjalla um laun lögreglumanna (eða þá kvenna eins og í þessu tilviki) í samanburði við […]

Þriðjudagur 05.11 2013 - 13:46

Vits er þörf, dælt er heima hvat

Ísland er eyland, heimkynni fámennrar þjóðar. Fámennrar, en um leið fróðleiksfúsrar og metnaðargjarnrar þjóðar, góðu heilli. Svo lengi sem elstu menn muna höfum við Íslendingar sótt okkur menntun og þekkingu út fyrir landsteinana. Það háttalag er ekki einvörðungu eðlilegt, heldur beinlínis nauðsynlegt jafn fámennu samfélagi. Okkur ber öllum að þakka þeim sem freista gæfunnar við […]

Miðvikudagur 01.05 2013 - 11:55

1. maí – framtíðarsýn Bandalags háskólamanna

Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 1. maí 2013 Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. […]

Höfundur

Guðlaug Kristjánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
RSS straumur: RSS straumur