Ræða mín um ársreikning Hafnarfjarðar 2015 frá bæjarstjórnarfundi 27. apríl 2016: Á róluvelli þjóðfélagsins er vegasaltið langsamlega mikilvægast Samt skal alltaf vera lengsta biðröðin við hoppukastalana Þetta ljóð eftir Sigurð Pálsson skáld, sem ber yfirskriftina Þjóðvegasalt, lýsir í einfaldleika sínum heimi stjórnmálanna á snilldarlegan hátt og er að mínu mati vel við hæfi við lestur […]
Heimurinn er alltaf að minnka og veröldin að stækka. Þetta hljómar kannski þversagnarkennt, en með bættum samgöngum og fjölbreyttari samskiptaleiðum, styttast leiðir og kunningsskapur eykst milli þjóða og menningarheima. Evrópsk lýðræðisvika verður haldin í október næstkomandi undir yfirskriftinni „Að búa saman í fjölmenningu, virðing, samtal og samskipti“. Þessi yfirskrift lýsir vel því viðfangsefni sem bæjarfélög […]
Mannlífið er og verður fjölbreytt. Aðlögun okkar að þeirri staðreynd felst furðu oft í því að aðgreina fólk í hópa – undir því yfirskini að gera öllum jafnhátt undir höfði. Þótt við séum öll einn hópur. Hvert og eitt okkar býr við eigin veruleika. Sumt það sem skilgreinir okkur sem einstaklinga er valkvætt en annað […]
Stundum er ekki annað hægt en fyllast bjartsýni andspænis framtíðinni. Þrátt fyrir allt og allt. Fyrir viku síðan leit ég inn á ráðstefnu Landssambands æskulýðsfélaga um lýðræðsþátttöku og samfélagsáhrif ungs fólks Fyrir utan að líða eins og liðstirðu gamalmenni innan um öll blómlegu ungmennin, var upplifunin mögnuð. Sem er ekki skrýtið, orkan í ungu fólki […]
Á menntaskólaárunum var fastur punktur í tilveru minni að bíða eftir strætó. Eftir skóla beið ég ýmist inni í MR eða í „brekkusjoppunni“, nema veður byði upp á útiveru. Eitthvað vorið var ég einu sinni sem oftar stödd í brekkusjoppunni að bíða, ein að venju, þegar óárennilegur ungur maður eigraði upp að mér og sagðist […]
Í samfelldan straum tímans er okkur tamt að marka skil, staldra við, líta yfir farinn veg, horfa svo fram á við og taka stefnu til framtíðar. Við stöndum nú á slíkum tímamótum. Brýnt er að kveðja hið gamla og fagna hinu nýja með opnum hug. Eldri áherslur hafa komið okkur þangað sem við erum í […]
Ummæli þingmannsins Vilhjálms Árnasonar um laun hljóðfæraleikkvenna vekja hjá mér svipaða tilfinningu og „finndu fimm villur“ myndir í krossgátublöðum. Stenst eiginlega ekki mátið að prófa mig við þessa þraut. 1. villa: Dagvinnulaun eru afar vafasöm stærð þegar verið er að fjalla um laun lögreglumanna (eða þá kvenna eins og í þessu tilviki) í samanburði við […]
Ísland er eyland, heimkynni fámennrar þjóðar. Fámennrar, en um leið fróðleiksfúsrar og metnaðargjarnrar þjóðar, góðu heilli. Svo lengi sem elstu menn muna höfum við Íslendingar sótt okkur menntun og þekkingu út fyrir landsteinana. Það háttalag er ekki einvörðungu eðlilegt, heldur beinlínis nauðsynlegt jafn fámennu samfélagi. Okkur ber öllum að þakka þeim sem freista gæfunnar við […]
Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 1. maí 2013 Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. […]
Grein þessi birtist á visi.is þann 25. apríl 2013 Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé […]