Miðvikudagur 25.02.2015 - 17:20 - Lokað fyrir ummæli

Al Thani-málið og dómur

Nú er fallinn dómur í Hæstarétti í svokölluðu Al Thani-máli. Einn maður hefur hafið afplánun en hinir sem dæmdir voru bíða afplánunar. Hæstiréttur, æðsti dómstóll landsins, hefur sagt sitt lokaorð og fært rök fyrir dómi sínum.

Það vekur því undrun pistlahöfundar að almenningur á Íslandi geti ekki séð sér fært að hvíla umræðuna þó ekki nema út frá því sjónarmiði að börn þessara manna, önnur ættmenni sem og nánir vinir hafa setið lengi undir því að þessir menn hafi legið undir grun og nú dæmdir menn. Það er þungbært hverjum sem á í hlut, sekum jafnt sem saklausum.

Þeir sem brjóta af sér mega vissulega búast við því að þeir, með brotum sínum, leggi eigið orðspor að veði og geti hugsanlega valdið börnum sínum og ættingjum sem og nánum vinum verulegu tjóni og erfiðleikum með brotum sínum. Slíkt á ekki að hamla rannsókn mála eða dómaframkvæmd enda verið að gæta meiri hagsmuna fyrir almenning, land og þjóð.

Nú er þessu máli lokið fyrir æðsta dómstól landsins kæru landar. Er þetta ekki orðið gott? Er ekki mál að linni?

Hvílum umræðuna varðandi þetta mál og setjum siðferðið á hærri stall.

Flokkar: Heimspeki · Vinir og fjölskylda

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur