Föstudagur 18.09.2015 - 17:01 - Lokað fyrir ummæli

Reykjavík, Jerúsalem og Gyðingdómur

Hin litla Reykjavík hefur gert ófáa að stórmennum á Íslandi en nú er svo komið að þetta hefur snúist við. Reykjavík hefur verið ítrekað misnotuð og þrátt fyrir mikinn vilja til að valda tjóni á fjárhag Reykjavíkurborgar virðist sem svo að vinstri elítan á Íslandi hafi ekki tekist að leggja höfuðborg landsmanna alveg í rúst. Það eru því enn tækifæri að kjósa aftur yfir okkur aðila sem fara með völd í höfuðborginni sem geta eyðilagt orðspor bæði höfuðborgarbúa heldur einnig allra landsmanna á meðal lýðræðisþjóða um víða veröld. Er ekki kominn tími til að snúa þessu ferli við?

Hrossakaup með hag landsmanna

Nýlega hefur einn aðili ákveðið að fara í ferðalag eftir að hafa gagnrýnt starfsfólk og ráðamenn fyrr og síðar í Reykjavík fyrir aumingjaskap. Ferðalagið er píslavottaferðalag þar sem endastöðin er Palestína. Þar getur viðkomandi nú sagt að hann hafi lagt höfuð sitt að veði á pólitískum vígvelli á Íslandi, komi nú eftir að hafa fórnað þessum ferli sínum í heimalandinu til Palestínu sem frelsandi engill. Eftir sitja ferðafrömuðir á Íslandi með afpantanir á ferðum fólks víða að úr heiminum og prjónakonur á Íslandi, sem um árabil hafa prjónað íslenskar lopapeysur, verða að draga úr framleiðslu sinni vegna afpantanna.

Hér má lengi telja og eftir stendur sú hræsni, sem oft einkennir boðskap og undirmál vinstri manna, enda ekki tekist á við önnur þjóðríki sem talin eru brjóta mannréttindi með einum eða öðrum hætti.

Lélegur málstaður

Árið 1990 ferðaðist pistlahöfundur til bæði Kairó og Jerúsalem. Það tímabil var friðsælt á báðum stöðum en nú er Kairó rjúkandi rústir og sundurlaus borg á meðan Jerúsalem blómstrar þrátt fyrir róstur sem eru frekar minniháttar. Ísraelsríki er það ríki sem Ísland var fyrst lýðræðisríkja til að viðurkenna sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísrael er fjölmenningarsamfélag sem heldur Gay Pride göngur eins og við hér heima, stuðlar að lýðræðislegri umræðu og býður Palistínuaröpum sæti á sínu þingi og hafa þeir full réttindi sem þegnar Ísraelsríkis.

Þegar nágrannaþjóðir Araba réðust á Ísrael í sex daga stríðinu 1967 náði þetta smáríki að verja sig af mikilli elju og hefur byggt upp frjálst samfélag sem dafnar þrátt fyrir að nú berjist hin ríkin við að halda sér saman vegna innri óstöðugleika og óróa sem er alþekktur. Ekki má gleyma því að fjölmargir Palistínuarabar, sem gera sér grein fyrir mikilvægi lýðræðis og að hamla því að Hamas taki öll völd, störfuðu með Ísrael svo ná megi árangri í að skapa stöðugleika og framþróun þessa heimshluta.

Gyðingdómur

Trúarbrögð eru fjölmörg í þessum heimi og eitt þeirra er Gyðingdómur. Líkum lætur að á síðustu öldum hafi ekki fólk vera meira ofstótt en Gyðingar og þrátt fyrir að vera friðsamt fólk sem ekki mátti vamm sitt vita. Nú er svo komið að Gyðingar hafa sitt eigið föðurland, Ísrael. Þetta land er viðurkennt af Íslendingum á sínum tíma og hefur þetta ríki ávallt þurft að verja sig árásum sem hafa oftar en ekki komið frá andstæðingum Ísraelsríkis og þá af fyrra bragði.

Látum ekki fámennan hóp villuráfandi Íslendinga afvegleiða umræðuna, aflaga söguna og stuðla að því að orðspor Íslands skaðist. Þetta er nú aðeins smjörþefurinn af því sem koma skal höldum við vinstri mönnum of lengi við völd. Stöndum vörð um Gyðinga sem og aðra trúarhópa, innan sem utan Ísraels.

Árásir vinstri manna á Íslandi

Lengi má deila um utanríkispólitík á vettvangi Alþingis Íslendinga og sitt sýnist hverjum. Þessi mál eru nú farin að rata fyrir Borgarstjórn og Borgarráð höfuðborgar Íslands í ríkum mæli og hefur m.a. verið gengið svo langt að rætt hafi verið um að hafna skipum Natóríka að leggjast að höfn í Reykjavík. Þessi fásinna og þessi vanþekking sem býr að baki slíkum áformum eða hugrenningum einkennir nú þá vinstri sveiflu sem gengur yfir Ísland um þessar mundir. Nýleg áform, sem samþykkt hafa verið í Borgarstjórn um að hafna kaupum á vörum frá Ísrael, eru aðeins áfangi á þeirri leið vinstri afla á Íslandi og annarra öfgamanna að einangra Ísland til frambúðar.

Eina ráðið er að borgarbúar mótmæli þessu sem og allir landsmenn og það harkalega. Mikilvægt er að þessi ályktun og ákvörðun Reykjavíkurborgar, til að búa til e.k.  píslarvotta úr hávaðasömum pólitískum tröllkerlingum, verður að vera endastöð fráránlegra mála innan höfuðborgarinnar á vegferð sem hófst með yfirtöku vinstri manna og annarra pólitískra leppalúða á síðustu árum. Fordómar, sem endurspeglast í þessari ákvöðrun, eru í besta falli kjánaprik en í raun og sann líklega brot á alþjóðalögum og sáttmálum sem Ísland hefur undirgengist.

Flokkar: Heimspeki · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag · Trúmál

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur