Fimmtudagur 19.05.2016 - 09:50 - Lokað fyrir ummæli

Davíð hefur áhrif

Nú er kosningabaráttan rétt að hefjast fyrir forsetakosningarnar. Það er afar mikilvægt að þeir sem styðja við frambjóðanda eins og Davíð, sem fjölgar dag frá degi, leggist ekki svo lágt að tala illa um meðframbjóðendur Davíðs. Eftir að Davíð gaf út að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta hafa ófáir hælbítar skotið upp kollinum og farið í fæturnar á þeim sem styðja Davíð Oddsson.

Það er ljóst að ef maður skrifar ,,Davíð“ á fésbókina eða á twitter fer allt í gang. Það er eins og um sé að ræða að lífsmark verður vart sé hann nefndur á nafn. Allir hafa skoðun á Davíð því að allir þekkja Davíð Oddsson. Þeir vita hvað þeir hafa. Hann er öruggur, traustur, gefandi og bráðgreindur.

Einn ágætur maður sagði að Davíð yrði sem forseti n.k. ígildi reykskynjara.

Hann verður ódýr í rekstri, mun láta lítið á sér bera, ekki stöðugt með óþarfa hávaða en þegar hætta steðjar að mun hann vekja alla fjölskylduna og koma henni í öruggt skjól.

Þetta er Davíð !

Flokkar: Heimspeki · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag · Vinir og fjölskylda

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur