Færslur fyrir flokkinn ‘Menning og listir’

Laugardagur 31.05 2014 - 21:09

Vildu reisa Moskvu á Íslandi

Hér á kaldastríðsárunum gekk mikið á í að tala niður kristna trú enda voru kommúnistar almennt á móti trúarbrögðum eins og talibanar. Töldu kommúnistar að trúarbrögð myndu rugla almenning og tefja fyrir byltingunni. Á þetta trúðu fjölmargir Íslendingar eins og nýju neti. Fyrir austan, þ.e. á Austfjörðum, var að verða til um tíma e.k. afsprengi […]

Sunnudagur 11.05 2014 - 12:39

Evrópuþingmenn óþekktir á Bretlandi

Eftir áhugaverða Eurovision settist pistlahöfundur yfir SKY-News fréttastöðina í gærkvöldi þar sem farið var yfir blöðin sem koma út á Bretlandi nú í morgunsárið. Vitnað var í lítinn kálf í The Guardian sem kom inn um póstlúgurnar nú í morgun á Bretlandseyjum. Um var að ræða áhuga Breta á Evrópusambandinu (ESB) og kjör til Evrópuþingsins. […]

Föstudagur 09.05 2014 - 10:41

Virkir morgnar á Rás 2 & hjálpin

Nú í morgunsárið (9. maí 2014) hlustaði pistlahöfundur á Virka morgna á Rás 2. Voru þáttastjórnendurnir að selja gítar Heiðars ,,Leðju“,  eins af Pollapönkurunum. Verið er að selja gítarinn til styrktar Framtíðarsjóði barna hjá Hjálparstarfi kirkjunar. Óhætt er að segja að þar fór vandaður hópur fagfólks með tónlist og þáttastjórnendur tóku undir. Dægurlög voru flutt […]

Þriðjudagur 06.05 2014 - 21:53

Pollapönk

  Það er afar ánægjulegt, sem gamall pönkari, að sjá þessa frábæru listamenn taka á fordómum með þessum jákvæða hætti og ná áfram í Eurovison í kvöld. Hver og einn er fagmaður á sínu sviði, með hjartað á réttum stað og eru þeir allir mjög svo líflegir og litríkir á sviði. Pönkið (e. punk), sem […]

Mánudagur 21.04 2014 - 10:52

Fótboltinn og Nýji Flokkurinn

Nýjar og mátulega staðfestar heimildir DV herma að búið sé að stofna dulda fésbókarsíðu ,,Nýja Sjálfstæðisflokksins“. Aðrar heimildir herma að aðstandendum framboðsins hafi áskotnast fjölda meðlima í kjölfar hrakfara Manchester United í meistaradeildinni í fótbolta á Englandi. Áhugi Manchester United stuðningsmanna á fótbolta dvínar ört á meðan sagt sé að fylgi hins nýja flokks vaxi […]

Laugardagur 12.04 2014 - 09:08

Athyglissýki og meðalhóf

Við Íslendingar erum ekki öðruvísi en aðrar þjóðir en þessi litla þjóð virðist þó eiga heimsmet á hvern einstakling sem hér býr í fjölmörgum ,,keppnisgreinum“ ef svo má að orði komast. Fyrir utan hina vel þekktu hjarðhegðun, sem lýsa má með fótanuddtækinu, bumbubananum, soda-stream tækjakaupæðinu (hinu fyrra), hjólaskautahæðinu og hlutabréfakaupaæðinu hinu fyrra (2000-2003) og hinu […]

Miðvikudagur 26.03 2014 - 14:16

Eru Rússar slæmir?

Upp á síðkastið hefur verið mikið skrafað um Rússa og tilburði þeirra í Úkraínu og innlimun Krímskaga í Rússland á dögunum. Eftir þetta umstang allt saman hefur forseti Bandaríkjana talað digurbarkalega ásamt kanslara Þýskalands og öðrum pótintátum Vesturlanda eins og fulltrúum Evrópusambandsins sem hlegið er að þegar kemur að viðbrögðum á sviði varnarmála. Það hrífur […]

Föstudagur 07.03 2014 - 10:09

Ég borga ekki ! Ég borga ekki !

  Óhætt er að segja að eitt ástsælasta gamanleikjaskáld okkar tíma sé ítalska skáldið Dario Fo. Í júní 2009, í miðri Búsáhaldabyltingu á Íslandi, setti leikhópurinn Nýja Ísland upp leikverkið ,,Við borgum ekki! Við borgum ekki!“ (í. Non Si Paga! Non Si Paga!) í Borgarleikhúsinu við mikinn fögnuð landsmanna sem höfðu staðið út í kuldanum […]

Miðvikudagur 05.03 2014 - 12:28

Svartstakkar Got Talent

  ,,Got Talent“ keppnin er bresk uppgötvun hins þekkta X Factor dómara Simon Cowell sem hóf göngu sína árið 2005 í spjallþætti Paul O’Grady. Í Bandaríkjunum hóf þessi keppni göngu sína 21. júní 2006. Nú hefur barnasálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir, sbr. frétt úr DV, bent á að þátturinn, þar sem fyrrum menntamálaráðherra er dómari ásamt valinkunnu […]

Miðvikudagur 26.02 2014 - 18:57

Karlfyrirlitning á Alþingi

  Kvenréttindabarátta á Íslandi hefur náð undraverðum árangri í gegnum árin. Þegar konur fengu fyrst kosningarétt voru það karlmenn sem mæltu fyrir slíku og gengu í fararbroddi þrátt fyrir andmæli margra kynbræðra sinna á sínum tíma. Nú hafa konur kjark, þor, dug og vilja til að takast á við erfið og ábyrgðamikil embætti eins og […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur