Fyrir Íslendinga, sem ganga brátt að kjörborðinu, er rétt að þeir hafi rétta mynd af forsetaframbjóðendum og þjóðin kallar beinlínis eftir umræðum til að vera alveg viss. Opin, fersk og fordæmalaus umræða er af hinu góða og hér er leitast við að benda á þrjá frambjóðendur og afstöðu þeirra til þekktra álitamála. Þetta er gert að […]
Í dag er afmæli forseta Íslands hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Til hamingju ! Kærar þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir land og þjóð. Ég hlakka til að fá þig hingað í Mosfellsbæinn þar sem þið bæði getið notið friðar og náttúran sem og fólkið mun svo sannarlega taka vel á móti ykkur. Á næsta leiti […]
Um þessar mundir flækist um netheima myndband þar sem Davíð Oddsson hrósar feðgum sem komu til Íslands og keyptu Landsbanka Íslands á sínum tíma, þ.e. árið 2002. Upp spruttu öfundarmenn og margir vildu helst vilja meina að þessum banka væri betur borgið í höndum hins opinbera. Engu að síður höfðu dæmin sannað að ríkið væri […]
Áður en tekin ákvörðun hver verður sá sem telst til öryggisventils fyrir Ísland og mun gegna embætti forseta Íslands í framtíðinni er rétt að gera smávægilega áreiðanleikakönnun. Hver og einn kann að finna sig í þeim einstaklingum sem nú bjóða sig fram. Allir afar mætir þegnar og greint fólk. Spurningin sem pistlahöfundur hefur komið fyrir […]
Þann 20. júní næstkomandi verða haldnar forsetakosningar. Á síðustu árum hefur embættið þróast hraðar en fyrstu áratugina frá stofnun lýðveldisins. Núverandi forseti, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hefur virkjað ákvæði stjórnarskrár Íslands þar sem tekur á því að forseta er heimilt að neita því að staðfesta lög frá Alþingi með undirritun sinni. Þrátt fyrir að lögin […]
Í gærdag boðaði formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, til blaðamannafundar í skyndi kl. 15:00 og fylltust allir fréttamiðlar af þessu efni rétt fyrir hádegi. Fólk beið spennt enda blaðamannafundir ekki boðaðir nema eitthvað merkilegt sé á ferðinni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands boðaði til blaðamannafundar eftir að Panamaskjölin voru birt og allt stefndi í að […]
Að undanförnu hefur kastljósinu verið beint að skjölum frá Panama og nú sagt að þau séu hugsanlega aðeins toppurinn á ísjakanum. RÚV hefur lagt upp með að aftökur innan vébanda hins opinbera í nýlega stofnuðu opinberu hlutafélagi muni halda áfram á næstu dögum og vikum enda um 11 milljón skjala ólesin og um 600 Íslendingar […]
Síðustu ár hefur mikið verið rætt um stjórnarskránna. Einhverjir hafa fjallað um ,,nýju stjórnarskránna“ sem getur ekki annað en verið núgildandi stjórnarskrá með síðari breytingum en síðast var stjórnarskrá lýðveldisins breytt með lögum nr. 91/2013. Gildandi stjórnarskrá er ,,nýja“ stjórnarskráin Það að halda því fram að hin ,,nýja stjórnarskrá“ sé eitthvað plagg sem fáeinir einstaklingar skrifuðu upp […]
Þeir hjá Reykjavík Media virðast hinir nýju kvótagreifar Íslands. Þeir liggja á auðlind sem flestir ef ekki allir miðlar á Íslandi sækjast eftir. Flestir vilja veiða upp upplýsingar, sinna úrvinnslu afurðanna og koma þeim á markað. En þarna er aðeins einn kvótagreifi og ein vinnsla sem rekin er af ríkinu. Hverju sætir? Aðgang fyrir alla Það […]
Það allra versta sem getur komið fyrir stjórnmálamann er þegar hann er uppvís af ósannsögli eða hræsni. Sama á við um fréttamenn og reyndar hvern sem er í raun og sann. RÚV er nú að böglast við að klóra í bakkann eftir að hafa snúið fjölmörgum Íslendingum á haus og skapað mikla úlfúð um bæði stjórnarskrá […]