Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 15.04 2016 - 09:52

Lágskattasvæði samþykkt af Alþingi í mars 2013

Atburðarás síðustu daga hefur verið hröð. Fjölmargir blaðamenn hafa fjallað um málefni líðandi stundar og sumir þurft að draga blokkina úr rassvasanum án mikils undirbúnings til að hripa niður fréttir sem vart eru ritrýndar. Hið sama má segja um stjórnmálamenn. Þeir hafa ófáir á vinstri vængnum farið upp í pontu á hinu háa Alþingi, dregið systur sínar […]

Mánudagur 11.04 2016 - 08:26

Mestu skattsvik sögunnar

Mestu skattsvik sögunnar áttu sér stað í tíð síðustu ríkisstjórnar vinstri manna, ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ekki hefur RÚV séð ástæðu til að fjalla um það í Kastljósi sínu. Þáverandi fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar þeirrar ríkisstjórnar ásamt aðstoðarmönnum þeirra bjuggu til eigið fé í bönkum dagsins í dag með því að hirða fé af skattgreiðendum með […]

Sunnudagur 10.04 2016 - 10:48

Óverjanlegt – Panamaskjöl

Eftir að hafa ritað talsvert um leka frá Panama, mótmæli við Austurvöll, stjórnmál á Íslandi og kosningar stendur eftir eitt. Það sem stendur eitt eftir er að rita um það hvort það sé eðlilegt og forsvaranlegt að eiga og geyma fjármuni í skattaskjólum. Frjálst flæði fjármagns og samneyslan Það verður að gæta að því að fjármagn […]

Föstudagur 08.04 2016 - 18:44

Vantrauststillaga felld !

Nú er svo komið að vantrauststillaga óhæfrar stjórnarandstöðu var felld á Alþingi rétt í þessu. Því ber að fagna en reyndar var það nú fyrirséð. Það tókst því ekki að sannfæra þingheim að fella ætti þessa ríkisstjórn sem nú hefur tekið við stjórnartaumunum. Mikið óskaplega er maður nú ánægður með þessa framvindu. Stjórnarskráin – Stiklur […]

Fimmtudagur 07.04 2016 - 16:41

Fjármálarasismi sósíaldemókrata og kommúnista

Það er ekkert nýtt að sósíaldemókratar vilji hækka skatta og eyða fjármunum annara. Hins vegar hafa kommúnistar viljað helst gera byltingar til að ná þessu fram með valdi, helst ekki lögum. Almennt eiga þessir hópar það sameiginlegt að ala á öfundsýki sem er einn mesti löstur mannkyns. Fólk á flótta Vegna byltinga og bruðls beggja þessara […]

Miðvikudagur 06.04 2016 - 19:29

Allir sammála Sigmundi Davíð?

Það vakti sérstaka athygli þegar bæði RÚV og 365 miðlar tóku viðtöl við mótmælendur niður á Austurvelli nú í kvöld að allir vildu þar að þing yrði rofið sem fyrst og boðað væri til kosninga. Fólk hamraði í lögreglugirðinguna með tómum kókflöskum úr plasti og kallaði ,,kosningar strax“. Undir þetta taka Árni Páll, Birgitta og Katrín Jakobsdóttir ásamt Óttarr […]

Miðvikudagur 06.04 2016 - 00:51

Leiðin áfram

Eftir annasaman dag kemur í Kastljós formaður Sjálfstæðisflokksins og skýrir mál sitt. Hann gerir mun meira en það. Hann lét mann sjá að það er von um að það birti til eftir þessa drungalegu daga undanfarið. Aðförin að Sigmundi Davíð var stórundarleg en hann hefur nú axlað ábyrgð. Sigmundur Davíð hefur gert kraftaverk fyrir þessa þjóð, […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 14:12

Leikslok

Í dag lauk í raun og sann ferli ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og ekki aftur snúið. Það að birta innihald fundar með forseta Íslands fyrirfram var ekki skynsamlegt af forsætisráðherra. Það að telja að þingrofið væri alfarið í höndum forsætisráðherra er ekki rétt þó svo að venjan hafi verið með þessum hætti. Þarna hefur orðið viðamikil breyting […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 08:02

2-0 fyrir RÚV

Tíminn í pólitík er mikilvægur rétt eins og í viðskiptum. Um eða yfir 22 þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla eða rétt um 9,25% þeirra sem voru skráðir á kjörskrá fyrir síðustu Alþingiskosningar en um 11,35% þeirra er mættu á kjörstað og kusu. Þetta er hátt hlutfall, mjög hátt. Þá er […]

Mánudagur 04.04 2016 - 00:30

1-0 fyrir RÚV

Eftir Kastljós kvöldsins hafa gögn komið í ljós sem dreift hefur verið víða. Ekki hefur sarpurinn verið tæmdur. Gögnin virðast áreiðanleg en engu að síður á eftir að fylla talsvert í gögnin. Það vantar því talsvert kjöt á beinin. Ekki hafa lögbrotin í þessu Wintris máli komið í ljós og svo virðist sem forsætisráðherra Íslands […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur