Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 03.05 2014 - 11:19

Undirskriftir og ESB

Í Fréttablaðinu í dag, 3. maí 2014, víkur bæði núverandi ritstjóri blaðsins og sá fyrrverandi að afhendingu undirskriftalista til Alþingis Íslendinga. Báðir láta það vera að fjalla málefnalega um tvær skýrslur sem gerðar hafa verið um aðildarviðræður við ESB þar sem bent hefur verið á að engar varanlegar undanþágur verði hægt að fá í aðildarviðræðunum. […]

Fimmtudagur 01.05 2014 - 11:29

Skítugasti maður Evrópu

Í nýlegum pistli hér á Eyjunni fór pistlahöfundur stuttlega yfir stjórnmálaferil þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og varð á þau leiðu mistök að fara rangt með það vinstra framboð sem þingflokksformaðurinn hafði starfað í áður en hann gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að hafa fengið ábendingu um það frá þingflokksformanninum sjálfum að farið væri með LYGAR leitaðist […]

Mánudagur 28.04 2014 - 12:11

ESB, Davíð og Ragga Rikk

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (oft kölluð Ragga Rikk hér í Mosfellsbæ), þingmaður pistlahöfundar í Kraganum og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mætti ,,Í Bítið“ á Bylgjunni í morgun (28. apríl 2014)  ásamt samstarfskonu sinni á Alþingi Svandísi Svavarsdóttur þingflokksformanni Vinstri grænna. Báðar mjög yndælar konur við bæði menn og dýr. Hélt Ragnheiður uppteknum hætti og sagðist áfram um aðild að […]

Föstudagur 25.04 2014 - 18:27

Everest og ESB

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sló á þráðinn til Pútín forseta, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi forseta Rússlands og sagðist ekki nenna að standa í þessu Úkraínumáli lengur. Bað hún Pútín um að hætta þessu hernaðarbrölti sínu við landamæri Úkraínu enda hefði hún enga skriðdreka að ráði lengur og enginn væri ógnin úr vestri nema helst það […]

Mánudagur 21.04 2014 - 10:52

Fótboltinn og Nýji Flokkurinn

Nýjar og mátulega staðfestar heimildir DV herma að búið sé að stofna dulda fésbókarsíðu ,,Nýja Sjálfstæðisflokksins“. Aðrar heimildir herma að aðstandendum framboðsins hafi áskotnast fjölda meðlima í kjölfar hrakfara Manchester United í meistaradeildinni í fótbolta á Englandi. Áhugi Manchester United stuðningsmanna á fótbolta dvínar ört á meðan sagt sé að fylgi hins nýja flokks vaxi […]

Þriðjudagur 15.04 2014 - 08:56

Eiginfjárkrafa ESB

Það er greinilega orðið vandlifað bæði innan og utan Evrópusambandsins (ESB) fyrir evrópusambandssinna sem hafa áttað sig á því að smærri fyrirtæki, eins og fjármálafyrirtæki, geta varla vaxið né dafnað með sífellt hertari tilskipunum frá Brussel. Þetta er því orðið talsvert flóknara og yfirgripsmeira en Lovsamling for Island sem safnað var saman að frumkvæði Jóns […]

Laugardagur 12.04 2014 - 09:08

Athyglissýki og meðalhóf

Við Íslendingar erum ekki öðruvísi en aðrar þjóðir en þessi litla þjóð virðist þó eiga heimsmet á hvern einstakling sem hér býr í fjölmörgum ,,keppnisgreinum“ ef svo má að orði komast. Fyrir utan hina vel þekktu hjarðhegðun, sem lýsa má með fótanuddtækinu, bumbubananum, soda-stream tækjakaupæðinu (hinu fyrra), hjólaskautahæðinu og hlutabréfakaupaæðinu hinu fyrra (2000-2003) og hinu […]

Þriðjudagur 08.04 2014 - 22:43

Gröf óþekkta embættismannsins

Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB kom út í gær 7. apríl 2014 og var kynnt sérstaklega á Grand Hótel. Var skýrslan  unnin fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands. Skýrslan er 134 síður og flokkast í eftirfarandi aðalkafla: Aðildarviðræður við ESB Efnahags- og peningamál Sjávarútvegsmál Landbúnaðarmál Staða og […]

Fimmtudagur 03.04 2014 - 11:46

Fit Hostel, hræsni og hælisleitendur ESB

Fit hostel stendur fyrir heiti á mjög áhugaverðri heimildarmynd sem sýnd var á RÚV í gærkveldi. Umfjöllunarefnið var aðbúnaður og líf hælisleitenda á Íslandi.  Þar kom m.a. fram að af 600 hælisumsóknum á Íslandi á árabilinu 1991-2008 hafi aðeins 1 dvalarleyfi verið veitt þar sem einstaklingur flokkaðist sem flóttamaður og 53 dvalarleyfi sem veitt voru […]

Mánudagur 31.03 2014 - 17:58

LÖGmundur frá LÆK

Maður einn er kallaður LÖGmundur og er frá Læk. Hann gekk því til liðs við Vinstri græna enda alinn þar upp er allt var talið vænt sem vel er grænt nema blóðrautt sé. En svo vildi til að LÖGmundur var mikill óreiðupési og gekk um aðra bæji eins og hann ætti þá, ráðskaðist með börn […]

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur