Færslur fyrir apríl, 2013

Sunnudagur 28.04 2013 - 22:31

Þjóðstjórn er leiðin

Fyrir dyrum er stjórnarmyndun eftir stutta en snarpa kosningabaráttu undanfarinna vikna í kjölfar endurreisnarinnar eftir Hrunið, þar sem enginn vissi hvort heldur hann var seldur eða gefinn. Margar leiðir virðast færar. Skynsamlegasta leiðin – leið sem gæti sameinað þessa sundruðu þjóð – er þjóðstjórn – samlingsregering – eins og við Danir segjum. Með því að […]

Laugardagur 27.04 2013 - 15:05

Að leiðarlokum vinstri stjórnar

Það er auðvelt að vera vitur eftir á – ekki síst fyrir annarra hönd. Nú hefur vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs runnið skeið sitt á enda. Eftirmælin verða misjöfn, einkum eftir því hvar í flokki menn standa. Eins og lesendur þekkja, varð sterk vinstri sveifla í kosningunum 2009. VG varð sigurvegari, […]

Fimmtudagur 11.04 2013 - 16:30

There is no such thing as public mone

Þetta eru einhver frægustu orð Járnfrúnarinnar, Margaret Thatcher, sem hún viðhafði á landsfund breska íhaldsflokksins í Blackpool árið 1983. Orðin hafa skoðanabræður hennar og skoðanasystur endurtekið í þrjátíu ár sem grundvallarsannleika mannlegs samfélags. Ummælin eru sannarlega hnyttileg um leið og þau eru röng, eins og mörg hnyttileg orð atvinnustjórnmálamanna hér á landi sem annars staðar. […]

Þriðjudagur 09.04 2013 - 12:16

Nýir tímar

Miklar breytingar verða á þingliði eftir kosningar. Ljóst er, að fleiri nýir fulltrúar taka sæti á Alþingi en nokkru sinni í 167 ára sögu hins endurreista Alþingis. Vonandi þekkja nýir alþingismenn og -konur sinn vitjunartíma og átta sig á því, til hvers ætlast er til af þeim: að þjóna almenningi, hætta skömmum og málrófi og taka upp […]

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar