Miðvikudagur 04.06.2014 - 13:06 - FB ummæli ()

Alvarlegi gamanleikarinn

Þegar gamanleikarinn Jón Gnarr bauð sig fram til borgarstjórnar og varð borgarstjóri Reykjavíkur fyrir fjórum árum, undraðist ég uppátækið og hneykslaðist yfir framferðinu og taldi að nú væru endalokin framundan.

Síðan hef ég orðið að endurskoða álit mitt, orð mín og ummæli. Með góðum samstarfsmönnum hefur hann unnið ágætt starf í höfuðborg allra landsmanna, friður hefur ríkt, auk þess sem umræðan í borgarstjórn skemmtilegri en löngum og glaðværð ríkt.

En hvað veldur því að gamanleikarinn Jón Gnarr hefur staðið sig með svo miklum ágætum og öðlast virðingu og traust flestra? Það sem mestu veldur er einlægni hans og heiðarleiki og fágæt gamansemi sem hann beitir á sjálfan sig en ekki gegn öðrum. Eftir þessu hefur þjóðin beðið lengi og Þjóðfundurinn 2009 setti heiðaleika efst á óskalistann

Heiðarleiki og einlægni Jóns Gnarr kemur nú síðast fram í færslu hans á bloggsíðu sinni í dag þar sem hann segir:

„Nú langar mig til að mennta mig meira. Mig langar til að læra taugalíffræði, heimspeki og mannfræði til að geta skilið mannfólkið betur. Mig langar til að læra um loftslagsbreytingar svo við getum gert eitthvað í því. Hvernig get ég lagt mitt að mörkum? Ég vil læra um mannréttindi svo ég geti varið þau. Ég vil læra betri ensku svo ég geti talað þannig að fólk heyri til mín.“

Stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, ættu að læra af gamanleikaranum sem tók hlutverk sitt sem stjórnmálamaður alvarlega.

Flokkar: Stjónmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar