Undarlegt var að lesa ummæli Kristófers Dignus, leikstjóra Áramótaskaups RÚV, sem Fréttablaðið hafði eftir honum í dag, laugardag 9da janúar 2016, þegar Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaups RÚV, segir umrætt grín „vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári.“
Síðan er haft eftir Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaups RÚV, engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. Þetta eru orð heilags manns – sem sgir: ég hef ekki rangt fyrir mér. Og Kristófer Dignus klikkir út með því að segja: „Mér finnst ekki verið að sparka í liggjandi mann.”
Ekki er vit Kristófers Dignus, leikstjóra Áramótaskaups RÚV, meira en guð gaf honum í upphafi. Tillitssemi og virðing fyrir öðru fólki – ekki síst sem því fólki sem á undir högg að sækja – er grundvallarsetning þeirra sem virða mannréttindi og ástunda mannvirðingu – virðingu fyrir öðrum mönnum, körlum og konum. Í skjóli þess, sem Kristófer Dignus kallar grín, virðast heimskir menn og illa menntir – eins og hann – telja sig geta gert grín að hverju sem er.
Enginn er heilagur, segir Kristófer Dignus, dómari í sjálfs sín sök. Vera kann að enginn sé heilagur, en þegar níðst er á ógæfufólki í skemmtiþætti RÚV á gamlárskvöld, er það bæði heimskulegt, ber vitni um dómgreindarleysi og er ekki skemmtilegt. Engum heilvita manni dytti til að mynda í hug að gera gys að deyjandi barni, sjúkri konu eða drukknum manni í neyð – nema Kristófer Dignus, leikstjóra Áramótaskaups RÚV. Auk þessa alls var það brot á grundvallarreglum RÚV að birta skammarlegt viðtal við Sigurð Einarsson í fréttum á sínum tíma. Sigurður Einarsson fékk dóm á öðrum stað.
Skömm RÚV mun lengi í minnum höfð eftir ummæli dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðins Guðmundssonar, sem segist ekki til umræði að biðja Sigurð Einarssonar afsökunar. Þessir menn, Skarphéðinn Guðmundsson og Kristófer Dignus mega skammast sín fyrir að hafa misnotað vald sem þeim hefur aldrei verið fengið í hendur.