Sunnudagur 29.05.2016 - 19:41 - FB ummæli ()

Forsetar eru sameiningartákn

Í grein í laugardagsblaði Fréttablaðsins kemst Logi Bergmann að því, að forsetar séu ekki sameiningartákn. Ekki virðist greinarhöfundur vilja kafa djúp í þetta mál og felur sig undir blæju gamanseminnar.

Ekki ætla ég að gera hlutverki og stöðu allra forseta heimsins skil í þessum línum. Það bíður betri tíma. Embættisskyldur og staða forseta eru hins vegar afar mismunandi. Einkum er staða forseta mismunandi eftir því hvort í landi þeirra er forsetaræði eða þingræði. Allir eru forsetar heimsins þó kallaðir þjóðhöfðingjar í landi sínu, sem á heimsmálinu ensku er kallað að vera head of state, og allir eiga þeir að þjóna því hlutverki að vera höfuðfulltrúar ríkis síns (to act as the chief head of state).

Áður en núverandi stjórnarskrá Frakklands var samþykkt í október 1958, lýsti Charles de Gaulle, fyrsti forseti fimmta lýðveldisins, hugmyndum sínum um hlutverk forseta með því að segja, að þjóðhöfðinginn, forsetinn, ætti að vera tákn þeirrar sérstöku ímyndar sem Frakkland bæri í sér – une certaine idée de la France. Í flestum lýðræðislöndum heims er gert ráð fyrir þessu hinu sama: að forsetinn sé sameiningartákn ríkisins.

Flokkar: Stjónmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar