Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við stjórnmáladeild Háskóla Íslands, sagði á ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag, að í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar hefði embætti forseta Íslands orðið „stjórnkarlalegt valdaembætti”. Þetta eru eftirtektarverð og lærdómsrík orð.
Ekki er síður eftirtektarvert og lærdómsríkt, að undanfarin ár tala konur í opinberum embættum og á opinberum embættum með allt öðrum en „stórkarlar í valdaembættum” um ágreiningsmál í stjórnmálum og viðskiptum. Sem er Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sem talar þannig, að almenningur – við sauðsvartur almúginn – skiljum um hvað er verið að tala og við hvað er átt – ólíkt fyrrverandi utanríkisráðherra. Annað dæmi er Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sem talar þannig, að ekki verður um villst, skýr í tali sínu og skýr í skoðunum.
Kaflaskil eru því að verða í stjórnmálum á Íslandi. Ungt og betur menntað fólk gerir kröfu um annars konar umræðu en í tíð stjórnkarlalegra atvinnustjórnmálamanna eins og stórkarlanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Davíðs Oddssonar Það eru því að verða kaflaskil í stjórnmálum á Íslandi á öld skýlausrar kröfu um jafnrétti á öllum sviðum og fyrir alla – á öld kvenna sem hafa alið upp og kennt kynslóðunum í þúsundir ára. Konur í foruystu.