Föstudagur 24.06.2016 - 00:30 - FB ummæli ()

Stórkarlalegt valdaembætti – kaflaskil á öld jafnréttis og öld kvenna

 

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við stjórnmáladeild Háskóla Íslands, sagði á ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag, að í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar hefði embætti forseta Íslands orðið „stjórnkarlalegt valdaembætti”. Þetta eru eftirtektarverð og lærdómsrík orð.

Ekki er síður eftirtektarvert og lærdómsríkt, að undanfarin ár tala konur í opinberum embættum og á opinberum embættum með allt öðrum en „stórkarlar í valdaembættum” um ágreiningsmál í stjórnmálum og viðskiptum. Sem er Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sem talar þannig, að almenningur – við sauðsvartur almúginn – skiljum um hvað er verið að tala og við hvað er átt – ólíkt fyrrverandi utanríkisráðherra. Annað dæmi er Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi sem talar þannig, að ekki verður um villst, skýr í tali sínu og skýr í skoðunum

Kaflaskil eru því að verða í stjórnmálum á Íslandi. Ungt og betur menntað fólk gerir kröfu um annars konar umræðu en í tíð stjórnkarlalegra atvinnustjórnmálamanna eins og stórkarlanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Davíðs Oddssonar Það eru því að verða kaflaskil í stjórnmálum á Íslandi á öld skýlausrar kröfu um jafnrétti á öllum sviðum og fyrir alla – á öld kvenna sem hafa alið upp og kennt kynslóðunum í þúsundir ára. Konur í foruystu.

Flokkar: Stjónmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar