Með því að fækka alþingismönnum um helming og hækka laun þeirra um helming mætti ætla að hæfara fólk fengist til þessara mikilvægu starfa. Þannig væri auk þess unnt að spara ríkissjóði yfir tvo milljarða króna í rekstrarútgjöldum á ári. Þessu fé er unnt að afnema skatta á lágtekjufólki og koma til aðstoðar fólki í lífshættu vegna notkunar áfengis og annanna vímuefna – og leggja milljarð til rekstrar meðferðarstofnunar á Vogi. Þannig mætti einnig auka virðingu Alþingis, sem er lífsnauðsyn lítilli þjóð.
Í tilefni kosninga til sveitastjórna á morgun og atburðanna úti í hinum stóra heimi langar gamlan barnakennara og siðaprédikara að norðan að minna á upphaf ádeilukvæðisins Heimsósómi eftir Skáld-Svein þar sem segir: Hvað mun veröldin vilja. Hún veltist um svo fast að hennar hjólið snýr. Skepnan tekur að skilja að skapleg setning brast og gamlan […]
Enginn vafi leikur á, að margvísleg hætta steðjar að íslenskri tungu. Því þarf að móta málstefnu sem víðtækt samkomulag yrði um.
Undanfarin fimmtán ár hefur fagfólk innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: sálfræðingur, iðjuþjálfi, félagsráðgjafi og jógakennari starfað í teymi í samvinnu við Hugarafl, sem eru frjáls samtök þeirra sem þurfa á hjálp að halda vegna geðheilsu. Starf teymisins er nefnt „geðheilsa-eftirfylgd” og er hornsteinn þjónustustarfs sem byggir á nýrri leið innan íslenska geðheilbrigðiskerfisins í samræmi við áherslur í […]
Þjóðkirkjan þarf nú á varfærni, skilningi og hógværð að halda sem aldrei fyrr.
Sumar misgerðir verða ekki fyrirgefnar, hvorki samfélagslega né trúarlega. Verstar af þessum misgerðum, sem ekki er unnt að fyrirgefa, er ofbeldi gegn börnum, einkum kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg misnotkun barna, þótt annað ofbeldi svo sem skammir og barsmíðar. Ofbeldi gegn konum – og „for den sags skyld” ofbeldi gegn okkur körlum – svo og hvers […]
Með fárra daga millibili fáum við að heyra í fjölmiðlum að dvalarheimili á Akureyri og í Reykjavík geta ekki leyft gömlum hjónum að búa saman síðust ár ævikvöldsins vegna þess að matsreglur leyfa ekki slíkt. Ekki veit ég hvaða orð á að hafa yfir þetta: skilningsleysi, virðingarleysi, tillitsleysi, heimska eða mannvonska. Kostnaður við að leyfa […]
Bókin Age of Extremes eftir Eric Hobsbawm kom út á ensku árið 1994 og í íslenskri þýðingu 1999 og var nefnd Öld öfganna, saga heimsins á 20.öld. Eric Hobsbawm fæddist í Alexandríu 1917 – á dögum breska heimsveldisins, en ólst upp í Vínarborg og Berlín. Hann var af gyðingaættum og í Berlín varð hann vitni […]
Brýna nauðsyn ber til þess að Alþingi stofni þegar í stað embætti umboðsmanns eldri borgara. Til þess liggja margar ástæður. Í fyrsta lagi er aðbúnaði og umönnun aldraðra í mörgu ábótavant hér á landi, enda þótt víða sé vel unnið og af fagmennsku. Í öðru lagi segir umönnun aldraðra mikið um menningarástand þjóðar á sama […]
Fróðlegt er að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær. Fyrirsögnin er: „Veistu af hvers konar völdum, menn vankast snemma af?” Fyrirsögnin endurómar upphafsorð þýðingar Steingríms Thorsteinssonar á ljóði Heinrichs Heine, Loreley: Eg veit ekki af hvers konar völdum svo viknandi dapur eg er. Ef til vill hefði höfundur Reykjavíkurbréfs átt að nota orð skáldbróður síns […]