Færslur fyrir febrúar, 2011

Sunnudagur 13.02 2011 - 16:29

STJÓRNMÁLAMAÐURINN SEM DÓ!

Það var frost og moldarblandaður malarstígurinn var hvítfextur á börmum hjólfaranna sem skreyttu hann ormaskrauti. Það ískraði í lúnu og ryðguðu spjótahliðinu þegar ég gekk inn í garðinn sem skildi á milli lífs og dauða. Þarna var Íslendingum raðað ofan í jörðina tilviljunarkennt eins og þeir væru allir jafnir en eina ójafnræðið var fólgið í […]

Sunnudagur 06.02 2011 - 19:11

ER TÍKIN PÓLÍ, DAUÐ?

Almúgamaðurinn vaknar snemma morguns við vekjaraklukku. Klukkan getur verið af ýmsum stærðum og gerðum allt eftir smekk og efnahag almúgamannsins. Hann kaupir sér nýja þegar hún bilar og hreyfir þannig efnahagslífið áfram og hluti fjárins rennur til ríkisins. Kannski er vekjaraklukkan útvarp líka og hann heyrir fregnir af því sem er að gerast í heiminum […]

Höfundur

Ásgeir Beinteinsson
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og var skólastjóri í Háteigsskóla frá 1997 til 2016, þar áður aðstoðarskólastjóri skólans frá 1991. Stjórnmál hafa verið áhugamál í tómstundum mínum frá 2005.  Það er mikilvægt að finna leiðir til að sinna ábyrgð borgaranna á stjórnmálum með því að virkja áhuga þeirra og tryggja regluleg áhrif á framvindu og þróun samfélagsins. Þessi áhrif geta verið formleg innan stjórnmálaflokks og óformleg með aðhaldi gagnrýninnar, upplýstrar og kurteisrar samræðu. Kosningar á fjögurra ára fresti duga borgurunum ekki í nútíma samfélagi sem breytist hratt.
RSS straumur: RSS straumur