Færslur fyrir nóvember, 2014

Þriðjudagur 25.11 2014 - 20:35

Tvö höfuð eitt hjarta

Tvíhöfði er sá sem er með tvö höfuð. Grín tvíeykið sem kallar sig „tvíhöfða“  eru tveir menn með sama grínið. Grín þeirra er samspil tveggja þar sem annar er stundum eins og talsmaður skynsemi á meðan hinn orðar það sem í hjartanu býr og lætur allt vaða. Þetta er góð aðferð til að sýna fleiri […]

Miðvikudagur 19.11 2014 - 19:18

Mótmæla – dólgshætti?

Það er komin upp einkennileg staða í þessu landi. Fólk safnast saman á Austurvelli – þessum forna grasnytjareit og andans miðju til að mótmæla dólgshætti stjórnvalda. Ég minnist þess ekki áður að slíkt hafi verið í brennipunkti mótmæla. Dólg merkir orrusta og sá sem er dólgslegur er fruntalegur og uppivöðslusamur og slíkur maður er óvinveittur. […]

Höfundur

Ásgeir Beinteinsson
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og var skólastjóri í Háteigsskóla frá 1997 til 2016, þar áður aðstoðarskólastjóri skólans frá 1991. Stjórnmál hafa verið áhugamál í tómstundum mínum frá 2005.  Það er mikilvægt að finna leiðir til að sinna ábyrgð borgaranna á stjórnmálum með því að virkja áhuga þeirra og tryggja regluleg áhrif á framvindu og þróun samfélagsins. Þessi áhrif geta verið formleg innan stjórnmálaflokks og óformleg með aðhaldi gagnrýninnar, upplýstrar og kurteisrar samræðu. Kosningar á fjögurra ára fresti duga borgurunum ekki í nútíma samfélagi sem breytist hratt.
RSS straumur: RSS straumur