Færslur fyrir desember, 2012

Föstudagur 07.12 2012 - 11:12

NÝTT KORTATÍMABIL

Brátt eykst taktfastur gangurinn í hljómkviðu fótatakanna á glampandi steingólfum með tinandi endurvarpi marglitra ljósanna þar sem hamingjan er til sölu í gjafaumbúðum. Hljómstjórinn lyftir sprotanum kreditkortinu og segir: Það er komið nýtt kortatímabil.   Suðið og brestirnir í nýjum og notuðum vetrardekkjum syngja eftirvæntingarsönginn við klettabelti húsanna á leið í söluhallir hamingjunnar. Það er […]

Höfundur

Ásgeir Beinteinsson
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og var skólastjóri í Háteigsskóla frá 1997 til 2016, þar áður aðstoðarskólastjóri skólans frá 1991. Stjórnmál hafa verið áhugamál í tómstundum mínum frá 2005.  Það er mikilvægt að finna leiðir til að sinna ábyrgð borgaranna á stjórnmálum með því að virkja áhuga þeirra og tryggja regluleg áhrif á framvindu og þróun samfélagsins. Þessi áhrif geta verið formleg innan stjórnmálaflokks og óformleg með aðhaldi gagnrýninnar, upplýstrar og kurteisrar samræðu. Kosningar á fjögurra ára fresti duga borgurunum ekki í nútíma samfélagi sem breytist hratt.
RSS straumur: RSS straumur