Laugardagur 22.6.2013 - 15:00 - FB ummæli ()

Þessvegna birti ég ekki feministapistil í dag

Það hefur líklega ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að í sumar er ég að skrifa pistla um 33 ástæður fyrir því að við ættum að uppræta feminsma. Ég er langt komin með röðina og í dag ætlaði ég að birta pistil um það hvernig feministar og trúflokkar eru látnir um þjónustu sem ætti að vera á höndum hins opinbera.

Ég er dálítið fegin að ég sá þessa frétt áður en ég birti pistilinn og ég ákvað að fresta birtingu hans um óákveðinn tíma. Ég vil nefnilega alls ekki stuðla að þeim misskilningi að Kristín Snæfells og hennar samtök komi feministum eitthvað við en þar sem feministar hafa verið áberandi í allri umræðu um kynferðisofbeldi er hætta á að þeir sem fylgjast lítið með telji „Vörn fyrir börn“ einhverskonar útibú frá Stígamótum. Svo er alls ekki og ég þótt ég sé hjartanlega ósammála hugmyndafræði Stígamóta er ég þó sannfærð um að þeim konum sem að Stígamótum og öðrum kvennaathvörfum standa gengur gott eitt til. Ég er hinsvegar viss um að engum gengur gott til með því að fá barn til að ljúga upp á foreldri sitt og sé það rétt að Kristín Snæfells hafi tekið þátt í slíku afbroti þá vona ég að fólk forðist þessi samtök hennar í lengstu lög.

Mál Kristínar Snæfells og samtaka hennar er gott dæmi um það hversu ómeðvitaður almenningur er um muninn á viðurkenndri faglegri stofnun og samtökum fúskara eða jafnvel skúrka. Um leið og eitthvað er kynnt sem þjónusta við fólk sem á um sárt að binda halda margir að fagmennska hljóti að ráða för. Það er heldur ekki að undra þegar samtökin auglýsa lögfræðilega ráðgjöf og sálfræðiþjónustu. og lýsa sjálfum sér sem fagaðilum með skýrar siðareglur. Margir trúa því einfaldlega að fólk sem auglýsir sig á þennan hátt sé heiðarlegt og eru tilbúinir til að leggja málefninu lið eða að minnsta kosti lýsa yfir mórölskum stuðningi.  Í þennan facebookhóp eru t.d. skráðir meira en 1100 meðlimir og meðal þeirra er fólk sem ég er sannfærð um að hefði aldrei lagt nafn sitt við hann ef það hafði vitað hvernig í málinu liggur.

Þess má geta að María Lilja Þrastardóttir, blaðamaðurinn sem skrifar fréttina á vísi, er feministi. Ég hef stundum upplifað umræðuna eins og feministar vilji sem minnst ræða þann möguleika að karlmenn séu ásakaðir um kynferðisglæpi og annað ofbeldi að ósekju. Það hefur vonandi verið oftúlkun hjá mér. Mér finnst gott til þess að vita að innan raða feminsta ríki meðvitund um þessa hættu og María Lilja fær stórt prik hjá mér fyrir að vekja athygli á starfsemi þessara samtaka.

Flokkar: Allt efni · Fjölmiðlar · Kynjapólitík
Efnisorð: , ,

Laugardagur 22.6.2013 - 12:27 - FB ummæli ()

Ótrúverðug mistök

betri_mistokAlmennur borgari stendur fyrir undirskriftasöfnun sem stjórnvöldum líkar stórilla. Hann er boðaður á fund ráðherra en fundarboðið einnig sent á yfirmann hans. Þetta þykir að vonum undarlegt uppátæki og menn velta fyrir sér tilgangnum. Aðstoðarmaður ráðherra sendir frá sér yfirlýsingu um að bréfið hafi verið sent yfirmanninum fyrir mistök og biðst afsökunar á óvönduðum vinnubrögðum. Og telja nú margir að þar með sé málið úr sögunni, eins og oftast þegar fólk gerir smávægileg mistök sem ekki hafa neinar afleiðingar og biðst innilega afsökunar á þeim.

En það er ekki smámál ef póstur frá opinberri stofnun er sendur á rangan aðila og þegar við bætist að ekki liggur í augum uppi hvernig það gat gerst er málið stærra svo að hægt sé að afgreiða það með einfaldri afsökunarbeiðni. Skýringa er þörf. Í yfirlýsingu aðstoðarkonu ráðherra koma ekki fram sannfærandi skýringar á því hvernig mistökin urðu og ekki er að sjá að fjölmiðlar hafi gert neina tilraun til þess að fá botn í málið.

Aðstoðarkona ráðherra segist hafa sent tölvupóst á tvö netföng sem hún taldi tilheyra Agnari. Af orðum hennar má ráða að hún hafi fundið netföngin með nafnaleit á netinu. Þegar ég slæ nafnið Agnar Kristján Þorsteinsson inn í leitarvél google fæ ég upp Smugubloggið hans og netsíðu Lýðræðisvaktarinnar en á báðum er gefið er upp netfangið mrx@mi.is. Einnig netsíðu með netföngum starfsfólks reiknistofnunar HÍ og ljósmynd af hverjum starfsmanni. Ekki fann ég fleiri síður þar sem bæði nefang Agnars og yfirmanns hans koma fyrir.

aggi

Hélt aðstoðarmaður ráðherra að báðar þessar myndir væru af sama manninum? Hversvegna hélt hún að netfangið aj@hi.is sem gefið er upp með nafninu Albert Jakobsson, tilheyrði Agnari Kristjáni Þorsteinssyni? Það er ekki einu sinni trúlegt að hún hafi í flumbrugangi farið línuvillt og afritað rangt netfang. Línurnar liggja ekki saman og hún hefði þurft að setja @-merkið inn í netfangið sjálf og hlyti þá að hafa horft á skjáinn.

Hvað gerðist? Hvernig urðu mistökin? Liggur skýringin í því að til sé önnur síða með sömu netföngum þar sem auðvelt er að fara línuvillt?

Ef ekki koma fram trúverðugar skýringar þá liggur beinast við að fundarboðið hafi vísvitandi verið sent yfirmanni Agnars. Það er ekki bein hótun um atvinnumissi; beinar hótanir eru settar fram á beinan hátt. Það er ekki einu sinni hægt að fullyrða að þetta sé óbein hótun. En hafi þetta verið gert vísvitandi þá er tilgangurinn annarlegur. Mér detttur helst í hug að þarna hafi yfirvöld, sem í einlægni líta á það sem óréttmætan yfirgang að hvetja til andstöðu við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, hugsað líkt og kennari sem lætur foreldra óþekktarorms vita af því að hann hafi verið sendur til skólastjórans, í von um að sú uppákoma reynist ekki sérlega vinsæl heima fyrir.

Og eitt enn, svona fyrst ég er að leggja blessað yfirvaldið í einelti á annað borð; ég hef séð mörg ummæli í þá veru að ráðherrann hafi látið blásaklausan undirmann sinn taka á sig sökina af þessum gjörningi. Ekki ætla ég að fullyrða að Sigurður Ingi Jóhannsson beri ekki einn ábyrgð á þessu. Ekki treysti ég auðlindaráðherra sem hikar ekki við að beita útúrsnúningum til að reyna að sannfæra almenning um að með því að afnema sérstakt veiðigjald á útgerðina sé í raun verið að breyta formsatriðum en ekki lækka eða afnema gjaldið. Ekki treysti ég umhverfisráðherra sem heldur því fram að það sé af einskærri löghlýðni sem hann neitar að undirrita friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum.  En mig langar samt að benda á að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki bara skrifstofublækur, hverra hlutverk er aðeins að senda út fundarboð og baka vöfflur með kaffinu. Aðstoðarmenn ráðherra eru þeirra nánustu samstarfsmenn og geta haft áhrif á ákvarðanir sem varða þjóðarhag. Þeir þurfa hinsvegar ekki að taka ábyrgðina á þeim ákvörðunum, það er ráðherra sem gerir það.

Aðstoðarmenn ráðherra eru fólk með mikið áhrifavald en litla ábyrgð og kjósendur hafa engin áhrif á það hverjir veljast í þær stöður. Þegar aðstoðarmaður ráðherra segist bera ábyrgð á gjörningi sem lítur út fyrir að hafa þann tilgang að koma uppreisnarmanni í ónáð hjá yfirmanni sínum, þá ættu fjölmiðar að krefja hann svara um það hvernig mistökin áttu sér stað. Komi ekki fram fullnægjandi svör hlýtur almenningur að álykta að atvikið sé nákvæmlega það sem það lítur út fyrir að vera.

 

Flokkar: Allt efni · Andóf og yfirvald

Föstudagur 21.6.2013 - 15:19 - FB ummæli ()

Forsætisráðherra verndar kúgaða og þjáða

 

Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt.

Ég ítreka mikilvægi þess að menn búi þannig um hnútanna að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslna verði ekki til þess fallið eða verði ekki nýtt til þess, að minnihlutinn í samfélaginu verði á einhvern hátt kúgaður, eða verði fyrir barðinu á þessu fyrirkomulagi.

sagði Sigmundur Davíð. Margir hafa furðað sig á þessum ummælum forsætisráðherrans og spurt hvernig það stefni hagsmunum minnihlutans í voða ef 10% atkvæðabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En það ætti svosem að vera hverjum hálfvita augljóst. Það er auðvitað hinn ofsótti minnihlutahópur LÍÚ sem helst á það á hættu að verða fyrir barðinu á því fyrirkomulagi að um 10% kjósenda geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Flokkar: Allt efni · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin
Efnisorð: ,

Föstudagur 21.6.2013 - 10:33 - FB ummæli ()

21. Feminismi er hugsjónastríð

Feministar vilja vafalaust vel með baráttu sinni gegn kynferðisbrotum og öðru ofbeldi gegn konum. Þeir trúa því áreiðanlega að forræðishyggja þeirra, fórnarlambsvæðing kvenna og skúrkvæðing karlmanna, baráttan fyrir forréttindum kvenna og baráttan gegn mannréttindum þeirra karla sem ásakaðir eru um ofbeldi gegn konum, þjóni göfugum tilgangi.

Vitanlega er gott mál að vekja athygli á óréttlæti og kúgun. Gallinn er bara sá að feministar telja sig vera í stríði og svífast bókstaflega einskis ef þeir trúa því að gjörðir þeirra þjóni málstaðnum. Mannorðsmorð þykja t.d. alveg sjálfsögð ef þau þjóna því markmiði að sannfæra almenning um að karlar noti öll tækifæri til að níðast á konum.

femugla21

 

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: , , ,

Föstudagur 21.6.2013 - 10:14 - FB ummæli ()

Sigurður Ingi er persónulega ábyrgur

 

images

Í dag stóð til að Þjórsárver yrðu loksins friðlýst að því marki að náttúru landins yrði hlíft við Norðlingaveitu. Ekkert verður af þessari friðlýsingu í dag. Það er ákvörðun. Ekki óumflýjanleg örlög, tilviljun eða slys heldur upplýst, meðvituð ákvörðun.

Sá sem ber mesta ábyrgð á þeirri ákvörðun heitir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ekki einhver nafnlaus massi. Ekki hagkerfið, bankahrunið, kapítalisminn, stóriðjustefnan, ríkisstjórnin eða eitthvert annað óljóst hugtak eða hópur heldur Sigurður Ingi Jóhannsson.

 

Flokkar: Allt efni · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin
Efnisorð: ,

Fimmtudagur 20.6.2013 - 15:10 - FB ummæli ()

Framsókn í sorgarferli

Það er sorglegt til þess að vita að 27 þúsund mætir Íslendingar skuli nota lýðræðislegan rétt sinn og áhuga á samfélagsmálum til þess að skrifa undir áskorun um að núverandi lög verða framlengd óbreytt.

Þetta segir þingmaður Framsóknarflokksins um það hryðjuverk gegn lýðræðinu sem felst í áskorun um að halda óbreyttu, sérstöku veiðigjaldi, sem ákveðið var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Þingmaðurinn fékk alvarlegt taugaáfall þegar hann frétti af því að lýðræðið væri enn í gildi, þrátt fyrir stjórnarskiptin og glímir nú við slæma áfallastreituröskun.

Áfallateymi sem ætlað er að veita ríkisstjórninni aðstoð við að vinna úr sorginni tók til starfa strax að lokinni ræðu þingmannsins. Enn er þó óvíst um sáluhjálp útgerðarmanna en þeir hafa löngum sætt ofsóknum sem jafnað hefur verið við þjóðarmorð eins og fram kom í samtali við séra Status Kvóta, fulltrúa áfallateymisins í morgun:

Lýðræði er auðvitað í eðli sínu mjög sorglegt og þungt áfall bæði fyrir LÍÚ og Framsóknarflokkinn þegar kjósendur taka upp á því að vera ríkisstjórninni ósammála. Þetta er náttúrulega aðför að sjálfu auðvaldinu. Þessar internetofsóknir hafa nú staðið í þrjá sólarhringa og menn eru orðnir þrekaðir. Þetta eru alveg tugir þúsunda sem eru að leggja útgerðina í einelti

segir séra Kvóti.

Framsóknarmaður sem ekki vill láta nafns síns getið telur að undirskriftasöfnunin segi ekkert um afstöðu almennings til veiðigjaldsins.

Þetta er bara eitthvað persónulegt gegn Framsóknarflokknum og LÍÚ. Einhver afturhaldskommatittur segir að við séum að færa útgerðinni gjafabréf en það eina sem vakir fyrir okkur er að bjarga heiðri fyrri ríkisstjórnar og um leið að framfylgja yfirlýstri stefnu okkar um sjálfbærni. Lögin eru óframkvæmanleg þannig að ef þeim verður ekki breytt er ekki hægt að innheimta veiðigjald. Okkar markmið er sjálfbærni. Að byggja upp sjálfbært auðvald. Ganga ekki á eignaforða auðvaldsins og gefa því kost á að endurnýja sig stöðugt. Eina leiðin til þess er sú að rétta vinum okkar þessa 10 milljarða og það er beinlínis ljótt að nota orðið gjafabréf í því samhengi. Orð eru dýr! Sérstaklega orðið gjafabréf. Ívilnun kemur kannski til greina eða fyrirgreiðsla en ekki gjafabréf, svoleiðis orðbragð er bara ofbeldi.

Aðspurður hvort ríkisstjórnin muni láta undan þrýstingum, segir framsóknarmaðurinn að ekki sé tímabært að segja til um það.

Við fengum ekki áfallahjálp fyrr en í dag og erum rétt að byrja að vinna úr sorginni. Þetta er ákveðið sorgarferli og of snemmt að segja til um það hvernig málin þróast.

Flokkar: Allt efni · Ýmislegt
Efnisorð:

Fimmtudagur 20.6.2013 - 08:00 - FB ummæli ()

20. Feminismi er dólgapólitík

Feministar reyna oft að svara gagnrýni með því að til séu of margar stefnur innan feminismans til að hægt sé að setja þær allar undir sama hatt. Það er nú dálítið hlægilegt í því sambandi að margt  áhugafólk um kynjapólitík sem hefur talað um sjálft sig sem feminista, svosem Magga pjattrófa, Jakob Bjarnar og Harpa Hreinsdóttir, hefur verið gagnrýnt fyrir and-feminisk viðhorf og hver tekur mark á pólitíkusum eins og Bjarna Ben eða Söruh Palin þegar þau lýsa því beinlínis yfir að þau séu feministar? Auðvitað skiptir engu máli hvað fólk kallar sig því þegar öll kurl koma til grafar eru það aðeins dólgastefnur feminismans sem raunverulega eru samþykktar.

Það er ekki aðeins hugmyndafræðin sjálf sem er galin heldur sýna femínistahreyfingar og áhrifaríkir einstaklingar í þeirra röðum oft ofstopafull viðbrögð af litlu tilefni. Hér eru nokkur dæmi.

bild-1Nýjasta uppáhaldsdæmið mitt um dólgafeminisma er frá stóru systur íslenskra kvenhyggjusinna.  Í Svíþjóð þykir það nefnilega merki um mikla karlrembu að sitja með bil á milli fóta í almenningsfarartækjum og annarsstaðar á opinberum vettvangi.  Nei, þetta snýst ekki um það að sumir taki of mikið pláss og þrengi að öðrum enda myndu feministar þá væntanlega ráðast á feita fólkið og þá sem ferðast með mikinn farangur. Þetta snýst um stellingu – ekki rými.

Kenningin er á þá leið að karlar sem hópur hagnist á undirskipun kvenna sem hóps og sýni og staðfesti vald sitt á ótrúlega lúmskan hátt, m.a. með því að sitja með útglennt klof.

Þið náið þessu er það ekki? Þegar kona færir fæturna í sundur þá er hún í „kynferðislega bjóðandi stellingu“ væntanlega af því að hið illa feðraveldi hefur hlutgert hana og ætlar sér að riðlast á henni, í þeim tilgangi að kúga hana og sýna vald sitt. Þegar karl situr í sömu stellingu er hann ekki hlutgerður heldur á einhverskonar samkarllegu páerflippi.

Til þess að sýna fram á þennan ótrúlega og almenna valdhroka karla, taka stóru systurnar svo myndir beint ofan í kjöltu karla sem gera sig seka um slíkan dólgshátt og birta á netinu. Ég velti því svona fyrir mér hvað myndi gerast ef maskúlínistar tækju myndir af konum frá sömu sjónarhornum í pólitískum tilgangi.

 

femugla20

 

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: ,

Miðvikudagur 19.6.2013 - 15:30 - FB ummæli ()

19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum

Áhersla feminista á útrýmingu kynhlutverka hefur orðið til þess að feminismi vinnur beinlínis gegn hagsmunum kvenna. Ein af hinum napurlegu þversögnum feminismans er sú staðreynd að um leið og feminstar berjast fyrir forréttindum kvenna á þeirri forsendu að karlveldið hafi svo lengi valtað yfir okkur, hefur afneitun þeirra á eðlislægum kynjamun orðið til þess að konur eru sviptar þeim forréttindum sem þær nutu vegna líkamlegra þátta sem engin leið er að breyta.

Til eru konur sem langar að vinna á skurðgröfu eða reka stórfyrirtæki. Fínt fyrir þær að staðalmyndir séu upprættar og auðvitað ættum við að hafa val. Það sýnir sig hinsvegar að þrátt fyrir áratugalanga reynslu af jafnrétti til náms og starfa, breytast kynjahlutföll á hefðbundnum kvennasviðum sáralítið.

Augljósustu dæmin um það hvernig feministar vinna gegn kvenréttindum er afstaðan til móðurhlutverksins og hættulegra starfa sem konum var áður hlíft við. Konum er eðlilegra en körlum að vilja annast ungbörn. Samt sem áður vinna feministar að því hörðum höndum að svipta almenna borgara réttinum til að ráða því sjálfir hvort foreldra tekur sér frí frá vinnu til að annast ungbarn. Í praxís merkir þetta að konur eru sviptar þeim náttúrulegum forréttindum sínum að hafa ungbarnið hjá sér allan daginn enda þótt bæði konan og barnsfaðir hennar álíti það fjölskyldunni fyrir bestu að hún haldi þeim rétti. Stóra systir þarf að hafa vit fyrir þessum fórnarlömbum feðraveldisins.

Karlmenn hafa víðast hvar búið við þá samfélagslegu kúgun sem herskylda er. Konur hafa lengst af verið undanþegnar herskyldu enda var litið á það sem náttúruleg forréttindi þeirra sem bera meginábyrgð á því að koma börnum til manns. Nú hefur sú jafnréttisstefna sem ekki viðurkennir kynhlutverk orðið til þess að svipta konur þessum kvenréttindum í sumum löndum. Fyrir tilstilli feminista þurfa norskar konur nú að gegna herþjónustu, hvort sem þær kæra sig um það eður ei. Ætla má að margar þeirra kæri sig hreint ekki um það enda konur að jafnaði minna spenntar fyrir vopnaburði en karlar. Það hefðu verið gleðilegri fréttir ef jafnréttisstefna hefði orðið til þess að aflétta herskyldu af körlum.

 

femugla19

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: , , ,

Miðvikudagur 19.6.2013 - 08:23 - FB ummæli ()

Skiptir fjöldinn silfurskeiðadrengina máli?

Eitt af fyrstu afrekum Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra var að láta frá sér ummæli á þá leið að þegar hundruð manns sendu inn samskonar athugasemdir vegna aðgerða sem hafa umhverfisáhrif þá væri eðlilegt að skoða það sem eina athugasemd.

Þetta verður að teljast frekar anarkískur skilningur á lýðræðinu; það er ekki fjöldinn sem hefur skoðunina sem skiptir máli heldur það hversu mikið vit er í henni.  Þetta anarkíska viðhorf SDG væri mér líka fagnaðarefni ef hann hefði einnig það anarkíska viðhorf að hvort sem skoðun er vinsæl eða óvinsæl beri samfélaginu að taka hana til athugunar, með opnum huga og með sanngirni, velfarnað og sátt að leiðarljósi. En það viðhorf hefur SDG ekki heldur telur hann vilja stjórnvalda skipta meira máli en það hversu mikið vit er í ákvörðunum þeirra. Og það er ekki lýðræðislegt.

Því miður byggist það ófullkomna afbrigði lýðræðis sem við búum við ekki á víðtæku samráði og virkri hlustun heldur eru það vinsældir manna og málefna sem ráða för. Þegar menn eru svo búnir að afla sér og sínum hugmyndum vinsælda með áróðri og fögrum loforðum, geta þeir sem best fallið frá þeim og gert það sem þeim sýnist næstu árin. Þeir verða þó að reyna að halda nógu miklum vinsældum til að eiga möguleika á endurkjöri en þar er áróður stundum áhrifameiri en góð verk.

Þessi galli á lýðræðinu gerir það að verkum að eina aðferðin til þess að hafa áhrif á mikilvægar  ákvarðanir sem almenningi stendur til boða er sú að sannfæra stjórnvöld um vinsældir tiltekinnar skoðunar. Það er ekki nóg að sannfæra þau um að sé vit í hugmyndinni, heldur þarf að stofna hreyfingu, afla fylgis, safna liði… Þetta er eina leiðin en samt sem áður, og þrátt fyrir það að stjórnmálakerfið sjálft byggi á hugmyndinni um meirihlutavald, hefur formaður Sjálfstæðisflokksins látið hafa eftir sér að þjóðaratkvæðagreiðslur séu „ólýðræðislegar“.

Samkvæmt ummælum beggja leiðtoga ríkisstjórnarinnar er skoðun ekki betri þótt margir hafi hana. Ekki hef ég þó orðið þess vör að hugmyndir minnihlutans séu teknar til greina nema þegar sá minnihluti hefur hagsmuni auðvaldsins að leiðarljósi.    Meirihlutinn á ekki að ráða og ekki er þörf á að hlusta á minnihlutann. Nema auðvitað útgerðarmenn. Hvað heitir sú stjórnmálastefna?

Ég er að velta því fyrir mér hvort Sigmundi Davíð finnist nokkuð meiri ástæða til að taka mark á 14.000 undirskriftum (þegar þetta er skrifað) en 200 bréfum með sama erindinu.

En ef ríkisstjórnin ætlar að hundsa okkur er hægt að klaga í Óla, liggaliggalá, svo auðvitað skrifum við öll undir áskorun um óbreytt veiðigjald. Athugið að til þess að undirskriftin komist til skila þarf að fara í tölvupóstinn og staðfesta hana.

Flokkar: Allt efni · Andóf og yfirvald · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin
Efnisorð: ,

Þriðjudagur 18.6.2013 - 10:05 - FB ummæli ()

18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald

Feministahreyfingin hefur á nokkrum áratugum öðlast kennivald á ýmsum sviðum. Skýrast kemur þetta fram í umfjöllun fjölmiðla um kynferðisofbeldi, vændi og klám. Hugmyndir feminista um orsakir þess, umfang og afleiðingar eru sjaldan dregnar í efa og aldrei hef ég séð blaðamenn ganga eftir gögnum um staðhæfingar þeirra, sama hversu vitlausar þær eru.

Kennivaldið birtist einnig í skólakerfinu, þar sem feministar vilja fá að stjórna því hvað börnum er kennt um kynjamun og samskipti kynjanna. Það birtist í menningarlífinu í endurtúlkun bókmennta og annarra lista, stýringu á því hvaða menningu skuli teljast viðeigandi að bjóða börnum upp á og hvaða listamenn megi níða og hverjum skuli hampað.

Í þessari vondu færslu sést líka greinilega hvernig feministar byggja málflutning sinn á þeirri hugmynd að feminismi sé grundvöllur siðferðis. Hugmyndin er sú að við þurfum femnisma til að halda aftur af kvenfyrirlitningu og ofbeldi. Þetta er nákvæmlega samskonar málflutningur og hjá trúmönnum sem halda því fram að án kristindóms myndum við öll leggjast í ólifnað og glæpi.

 

femugla18

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: , ,

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics