Í tveimur síðustu færslum mínum í gær og fyrradag rakti ég og greindi þau fjórtán ákvæði stjórnarskrárinnnar, þar sem eitthvað er minnst á dómsvald, dómara, dómstóla eða dóma, greindi þau. Mikið um hlutverk – lítið um sjálfstæði Ég dró einkum þær ályktanir að töluvert væri í stjórnarskránni kveðið á um hlutverk dómsvalds og réttindi borgaranna […]
Eftir ítarlega færslu í gær, þar sem ég taldi upp og greindi þau fjórtán ákvæði stjórnarskrárinnnar þar sem eitthvað er minnst á dómsvald, dómara, dómstóla eða dóma – með þeirri viðbót, sem gleymdist í upphafi (1. mgr. 70. gr.) er tilefni til frekari ályktana. Mikið um hlutverk dómsvalds og réttindi borgara… Stjórnarskrárákvæðum um þetta efni […]
Nú þegar aðeins um 5 vikur eru til stjórnlagaþings[kosninga]* hugsa rúmlega 500 frambjóðendur sjálfsagt – og vonandi sem flestir kjósendur – hvort einhverju þurfi að breyta og hverju sé mikilvægast að ræða hvort breyta eigi. Grunar mig að hlutfallslega margir hugsi til dóms- og kirkjumála. Um kirkjumál mun ég e.t.v. síðar tjá mig hér en […]
Um skeið hef ég óttast að íhaldsöfl muni hunsa stjórnlagaþing – bæði við framboð, kosningar og þegar að því kemur að virða niðurstöðuna og hrinda henni í framkvæmd. Ég hef í raun óttast þetta innst inni frá upphafi er ég lagði fyrst til að boðað yrði til sjálfstæðs stjórnlagaþings í nóvember 2008 – eins og lesa […]
Í kvöld leit ég við á ágætum fundi stjórnarskrárfélagsins; ég gat ekki setið fundinn allan vegna hins skamma fyrirvara frá því að ég frétti af honum. Í máli formanns félagsins kom raunar fram að dregið hefði verið úr kynningu fundarins og boðum á hann í kjölfar frétta af miklum fjölda framboða – sem sagt var […]
Í gær vék ég að afstöðu læriföður míns, Sigurðar Líndal, til stjórnlagaþings – en lét við það sitja að færa fram jákvæðar röksemdir fyrir stjórnlagaþingi. Nú vil ég svara hinni neikvæðu afstöðu* Sigurðar, lið fyrir lið – ómálefnalegum röksemdum sem málefnalegum. Sigurður á ekki annað skilið frá mér en að ég svari honum málefnalega eftir […]
Hressandi var að sjá frétt um að hátt í 500 manns gæfu kost á sér í kosningum til stjórnlagaþings eftir tæpar 6 vikur – og í raun hraustleikamerki á lýðræðisvitund okkar Íslendinga. Verra fannst mér að sjá og heyra neikvæða og að miklu leyti ómálefnalega afstöðu míns mæta læriföður, Sigurðar Líndal, í málgagni andstæðinga stjórnlagaþings; […]
Eitt uppáhalds orðið – og fyrirbærið – mitt er „samráð.“ Hjá sumum hefur það auðvitað óheppilegan blæ enda hefur samráð fyrirtækja um verð, markað o.fl. verið bannað að viðlagðri refsingu a.m.k. frá því að samkeppnislög voru sett hér 1993 – enda þótt meginákvæði laganna noti reyndar annað hugtak. Ég hef langa og góða reynslu af […]
Nú bjóða hundruðir Íslendinga – fæstir sem betur fer lögfræðingar – sig fram til fyrsta stjórnlagaþings í sögu okkar (ef frá er talinn Þjóðfundurinn 1851 – „Vér mótmælum allir“). Í því skyni að hinir þjóðkjörnu fulltrúar verði ekki ofurseldir áhrifum frá löglærðum sérfræðingum stjórnlagaþings vona ég að sem flestir frambjóðenda og kjörinna þingfulltrúa kynni sér […]
Í kurteisisheimsókn á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands frétti ég af merkum dómi Hæstaréttar frá í gær – sem hafði farið fram hjá mér. Ég hef ekki séð umfjöllun um hann í fréttum – en vil lýsa ánægju með hann; í málinu, sem fjallað var um á sínum tíma, var Kópavogsbæ stefnt vegna yfirgangs þáverandi bæjaryfirvalda. Í stuttu […]