Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 30.06 2016 - 00:08

Meirihluti borgarstjórnar braut siðareglur

Ég sat sem áheyrnarfulltrúi í bílastæðanefnd þegar samningurinn við Miðborgina okkar var gerður á árinu 2015 og taldi að ekki væri hægt að gera slíkan samning enda lá fyrir álit umboðsmanns borgarbúa frá fyrra kjörtímabili, þ.e. 10. janúar 2014. Bókaði ég þá afstöðu mína á tveimur fundum nefndarinnar. Af bókun meirihlutans, þ.e. Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, […]

Miðvikudagur 11.05 2016 - 20:10

Sumargötur

Á visir.is er greint frá því að mikil óánægja sé meðal kaupmanna við Skólavörðustíg með lokun gatna í 5 mánuði í miðborginni. Gagnrýna þeir borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. http://www.visir.is/kaupmenn-vid-skolavordustig-osattir-med-sumarlokun/article/2016160519726 Tillaga Framsóknar og flugvallarvina um samráð  Á fundi borgarráðs 19. nóvember 2015 lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram svohljóðandi tillögu: „Lagt er […]

Þriðjudagur 10.05 2016 - 09:41

Taprekstur borgarinnar

Það er staðreynd að rekstur borgarinnar gengur illa undir stjórn Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, og áætlanir ganga ekki upp. Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2015 liggur fyrir og sýnir verri niðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar, þ.e. A- og B-hluta, var 167% undir áætlun. Mikið tap er á aðalsjóði eða sem nemur 18,3 […]

Sunnudagur 01.05 2016 - 12:36

Er Vesturbærinn að verða barnlaus?

Á föstudaginn fengu foreldrar leikskólabarna á Mýri bréf frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar um að verið væri að skoða framtíð leikskólans bæði út frá því að leikskólastjóri láti af störfum í sumar og „ekki síður út frá því að börnum er að fækka í Vesturbænum.“ Bent er á að staðan á Mýri sé þannig að […]

Föstudagur 22.04 2016 - 11:07

Auglýsingakostnaður borgarinnar 2015

Á fundi borgarráðs 7. apríl sl. var lagt fram svar við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina um auglýsingakostnað borgarinnar á árinu 2015. Í svarinu kemur fram að á árinu 2015 var auglýsingarkostnaður Reykjavíkurborgar kr. 127.190.750, þar af var kostnaður við birtingu auglýsinga kr. 112.728.032. Söluaðili Auglýsingagerð Auglýsingar (birting) Fjárhæð Hlutfall 365 – prentmiðlar ehf. 441.090 25.905.602 […]

Fimmtudagur 10.03 2016 - 14:05

Auglýsingakostnaður borgarinnar

Á fundi borgarráðs í dag lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram svohljóðandi fyrirspurn: „Óskað er eftir upplýsingum um auglýsingakostnað Reykjavíkurborgar á árinu 2015 og skiptingu kostnaðar á einstaka miðla og þá sem tóku að sér að annast birtingu auglýsinganna.“ Í september 2014 lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram fyrirspurn um auglýsingakostnað borgarinnar frá ársbyrjun 2013. Í svarinu […]

Föstudagur 04.03 2016 - 14:19

Markviss vinna ríkisstjórnarinnar hefur skapað góðan grunn

Það er hvergi betra í heiminum að vera kona á vinnumarkaði en á Íslandi, kaupmáttur launa hefur aukist, atvinnuleysi er lágt og gæti farið niður í 1% í sumar. Færri og færri glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað og þeim hefur fækkað verulega sem mælast undir lágtekjumörkum um leið og jöfnuður eykst. Skuldastaða íslenska þjóðarbúsins við útlönd […]

Fimmtudagur 11.02 2016 - 19:32

Biðlistaborgin Reykjavík

Það er staðreynd að fjárhagsstaða borgarinnar er mjög slæm. Það er líka staðreynd að biðlistar eftir grunnþjónustu borgarinnar eru mjög langir. Í árslok 2015 voru samtals 2.304 umsækjendur á biðlista eftir húsnæði, stuðningsþjónustu og sérfræðiþjónustu skóla, þ.e. 535 voru á biðlista eftir stuðningsþjónustu, 690 börn voru á biðlista eftir greiningu hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar, 723 voru á […]

Laugardagur 06.02 2016 - 14:15

Ógagnsæið í boði meirihlutans

Þrátt fyrir fögur fyrirheit meirihlutans í borgarstjórn, þ.e. Pírata, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, um gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hefur ekkert gerst í þeim efnum. Það er bæði erfitt fyrir borgarbúa og borgarfulltrúa að nálgast ýmsar upplýsingar þar sem þær eru ekki aðgengilegar á vef borgarinnar. Heimasíðu borgarinnar er verulega áfátt og vantar mikið […]

Miðvikudagur 03.02 2016 - 13:24

Æjjjjji byggðu bara sundlaug í garðinum hjá þér

Eins og allir vita er fjárhagsstaða borgarinnar mjög slæm undir stjórn Pírata. A-hluti borgarsjóðs var í 2,8 milljörðum í mínus 2014 og verður líklega í 13-15 milljörðum í mínus 2015. Á borgarstjórnarfundi í gær var ákveðið að skera niður kostnað upp á 1.780 mkr. Inni í þeirri tölu er m.a. niðurskurður upp á 80 milljónir […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur