Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 20.01 2016 - 08:02

Þrenging Grensásvegar

Á fundi borgarstjórnar í gær var lögð fram tillaga minnihlutans í borgarstjórn, þ.e. Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks, um að hætt yrði við þrengingu Grensásvegar. Meirihluti borgarstjórnar, þ.e. Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, felldu tillöguna. Í bókun minnihlutans segir: „Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir meiri rekstrarvanda en dæmi eru um í langri sögu borgarinnar. […]

Föstudagur 08.01 2016 - 12:11

Sorphirðugjald og hirðutíðni 2015 og 2016

Miklar umræður hafa verið undanfarið um sorpmál í Reykjavík. Hér má sjá breytingarnar á hirðutíðni og sorphirðugjaldi í Reykjavík milli ára: Hirðutíðni Hirðutíðni Sorphirðugjald Sorphirðugjald fyrir áramót eftir áramót 2015 án skrefa- 2016 án skrefa- Úrgangsflokkur dagar dagar gjalds (kr/ári) gjalds (kr/ári) Græn tunna Plast 28 21 4.800 8.400 Blá tunna Pappír og pappi 20 […]

Fimmtudagur 07.01 2016 - 16:23

Spurningar í upphafi árs

Á fyrsta fundi borgarráðs á nýju ári sem haldinn var í dag lagði undirrituð fram níu fyrirspurnir sem lúta m.a. að stöðu á biðlistum og kostnaði vegna utanlandsferða kjörinna fulltrúa á árinu 2015 sundurliðað eftir stjórnmálaflokkum og eina tillögu sem lýtur að úttekt á eineltismálum í skólum borgarinnar. Fyrirspurnir: Óskað eftir upplýsingum um það hvað Félagsbústaðir […]

Miðvikudagur 06.01 2016 - 14:42

Í andstöðu við eigin upplýsingastefnu

Á borgarstjórnarfundi í gær kom skýrlega fram að borgarstjóri telur sig vita betur en Samgöngustofa, flugumferðarstjórar og flugstjórar. Á fundinum bar hann annars vegar fyrir sig niðurstöður úr skýrslu Eflu um nothæfistíma að það hefði verið hægt að lenda á öðrum brautum en neyðarbrautinni þó svo að Samgöngustofa hafi sagt að hún hafi hvorki rýnt […]

Sunnudagur 03.01 2016 - 20:57

Óupplýsta fólkið

Jæja þá hefur Halldór Auðar Svansson Pírati opinberað að hann skiptir ekki um skoðun þó svo skoðun hans byggir á ófullnægjandi upplýsingum. Ef einhver tekur ákvörðun eða gerir samning sem byggir á röngum forsendum, ófullnægjandi gögnum, þá á slíkt að standa, alveg sama hvað. Mannslíf eru bara aukaatriði, óþarfa tilfinningaklám, eins og sumir hafa látið […]

Þriðjudagur 29.12 2015 - 14:42

Annáll 2015, janúar – mars

Árið hjá meirihlutanum í Reykjavík, þ.e. Samfylkingu, Pírötum, Vinstri grænum og Bjarti framtíð, byrjaði með klúðrinu með ferðaþjónustu fatlaðra og endaði með klúðrinu um deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar. Í báðum þessum málum vildi meirihlutinn ekki hlusta á tillögur okkar og ábendingar, hvorki að stofna aðgerðarhóp á fyrsta borgarstjórnarfundi ársins vegna ferðaþjónustu fatlaðra en neyddist svo til gera […]

Fimmtudagur 26.11 2015 - 16:12

Reykjavíkurborg ræður rekstrarráðgjafa

Á fundi borgarráðs í dag var tekin fyrir eftirfarandi tillaga Framsóknar og flugvallarvina frá 3. september sl.: „Í nýrri skýrslu fjármálaskrifstofu segir um rekstrarniðurstöðu A-hluta að hann kalli á viðbrögð í fjármálastjórn borgarinnar.  Því leggja Framsókn og flugvallarvinir fram þá tillögu að borgarráð fái aðstoð utanaðkomandi rekstrarsérfræðinga frá viðurkenndri endurskoðunarskrifstofu til að takast á við […]

Sunnudagur 15.11 2015 - 13:35

Vilt þú að tilteknum götum verði lokað í 5 mánuði á ári?

Tilraunir með göngugötur í miðborginni hafa staðið yfir síðustu sumur og hefur ánægja borgarbúa með þær aukist ár frá ári, samkvæmt könnunum sem Capacent hefur gert. Nú stendur til að loka ákveðnum götum til frambúðar í 5 mánuði á ári eða frá 1. maí til 1. október. Í skoðanakönnun sem Gallup gerði meðal félagsmanna í […]

Laugardagur 03.10 2015 - 13:47

Laus pláss vegna fjárskorts á leikskólum borgarinnar

Í fréttum undanfarið hefur komið fram að fjöldinn allur er af lausum leikskólaplássum í Reykjavík sem ekki er verið að nýta. Ástæðan er fjárskortur. http://www.visir.is/furdar-sig-a-thvi-ad-sonurinn-komist-ekki-inn-a-leikskola-tho-ad-thar-se-laust-plass/article/2015150829312 http://kvennabladid.is/2015/08/23/leikskolamal-i-reykjavik/ http://stundin.is/frett/launahaekkanir-standa-i-vegi-fyrir-fjolgun-leiksko/ Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014 lofuðu Vinstri græn gjaldfrjálsum leikskólum og sem liður í því loforði voru leikskólagjöld lækkuð smá í ársbyrjun 2015. Á móti standa auð pláss í leikskólum […]

Mánudagur 21.09 2015 - 11:19

Aukafundur borgarstjórnar á morgun

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir því á laugardaginn að haldinn yrði aukafundur í borgarstjórn á morgun þriðjudag vegna klúðurs meirihlutans í borginni. Var það samþykkt og verður fundurinn haldinn á morgun kl. 17:00. Á fundinum verða lagðar fram tvær samhljóða tillögur þar sem meirihlutinn virðist ekki geta samþykkt tillögu okkar í minnihlutanum […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur