Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 27.08 2015 - 15:11

Gjaldþrotastefna borgarinnar

Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum er algjörlega fyrirmunað að reka borgina. Hallareksturinn heldur áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir útgjöldum þrátt fyrir að útsvarið sé í botni. Uppgjör fyrir rekstur borgarinnar fyrstu 6 mánuði ársins liggur fyrir og sýnir að áfram sé mikið tap á A-hluta eða sem […]

Þriðjudagur 21.07 2015 - 23:48

Þarf Landsbankinn á fjármálaráðgjöf að halda?

Rök bankastjóra Landsbankans fyrir því að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á einni verðmætustu lóð landsins eru þau að það muni spara 700 milljónir á ári. Ef bankinn sparar 700 milljónir á ári að byggja þetta glæsihýsi við höfnina þá er bankinn greinilega í algjöru rugli nú þegar og þarf á fjármálaráðgjöf að halda. Einhvern veginn efast ég […]

Fimmtudagur 26.02 2015 - 13:09

Aðalfundir húsfélaga

Nú fer að koma sá tími sem húsfélög halda aðalfund. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana og því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús á að halda aðalfund húsfélags fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Boða þarf til aðalfundar […]

Þriðjudagur 10.02 2015 - 11:56

Hvað gerir Reykvíkinga hamingjusama?

Er fólk hamingjusamt yfir fækkun bílastæða, þrengingu gatna, þéttingu byggðar í ljósi þess að samkvæmt þjónustukönnun eftir hverfum borgarinnar eru íbúar miðborgarinnar óánægðastir af öllum íbúum borgarinnar með skipulagsmálin, svik á stærsta kosningaloforði VG um gjaldfrjálsa leikskóla, hækkun þjónustugjalda, tæplega 1000 manna biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum, samráðsleysi, sameiningu skóla, ferðaþjónustu fatlaðra, mötuneytismál í skólum, skúrabyggingar við […]

Miðvikudagur 04.02 2015 - 23:02

Hroki meirihlutans í borginni

Íslandsmet í lélegri þjónustu Ef það er eitthvað sem meirihlutinn í borginni stendur fyrir þá er það hroki. Flestir vita hvernig Dagur borgarstjóri brást við þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg fékk langverstu einkunnina í þjónustukönnun 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Svör Dags borgarstjóra voru þau að Reykvíkingar séu kröfuharðari. Það er skoðun hans að fólk úti á landi og í […]

Miðvikudagur 19.11 2014 - 16:32

Grensásvegur, þrenging götunnar og hjólastígagerð

Hugmyndir um þrengingu og hjólastígagerð á Grensásvegi hafa verið í umræðunni síðustu daga. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag var samþykkt að fela samgönguskrifstofu umhverfis-og skipulagssviðs að halda kynningarfund um tillöguna þ.e. þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar, og hefja samráð við hverfisráð, íbúasamtök, samtök hjólreiðamanna, slökkvilið, lögreglu og sjúkraflutninga […]

Miðvikudagur 15.10 2014 - 19:50

Fundur um skipulagsmál í Borgartúni

Eitt helsta þéttingarsvæði borgarinnar er Borgartúnið. Þar hafa og eru að rísa mjög háar byggingar og var gatan sjálf nýlega tekin í gegn. Sitt sýnist hverjum um þær framkvæmdir. Mér persónulega líst ekkert sérstaklega vel á þær. Fyrir minn smekk er gatan of þröng og lýsingin röng þ.e. ljósastaurarnir lýsa ekki á gangstéttirnar og hjólastígana […]

Mánudagur 13.10 2014 - 18:41

Uppsögn húsaleigusamninga

Húsaleigusamningar eiga að vera skriflegir og geta þeir annað hvort verið tímabundnir eða ótímabundnir. Teljast leigusamningar ótímabundnir nema um annað sé ótvírætt samið. Ef aðilar vanrækja að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert ótímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði húsaleigulaga um réttarsamband þeirra. Því hafa leigjendur sem gert hafa munnlega leigusamninga sama rétt og […]

Sunnudagur 28.09 2014 - 14:51

Risalitla vöfflumálið

Mér hefur alltaf þótt það frekar flott og krúttlegt að Dagur, nú borgarstjóri, bjóði fólki heim til sín í vöfflur á menningarnótt, en þó fyrst og fremst brilljant markaðssetning. Það að hann fái efniskostnað greiddan eins og aðrir er bara sjálfsagt mál. Mér finnst það hins vegar frekar fyndið, en þó meira sorglegt, að ein […]

Miðvikudagur 24.09 2014 - 15:50

Mikil veikindi hjá Reykjavíkurborg

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er áhyggjuefni. Bæði vegna þeirra sem í hlut eiga og kostnaðarins sem af því hlýst. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að fyrstu sex mánuði ársins var veikindahlutfallið á velferðarsviði 6,1%, á skóla- og frístundasviði 6,2% og á umhverfis- og skipulagssviði 6,9%. Veikindi starfsmanna velferðarsviðs hafa kostað borgina 145 […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur