Þriðjudagur 15.02.2011 - 12:17 - Lokað fyrir ummæli

Kæri vinur, Jón Gnarr – ertu nokkuð að ruglast?

Ofangreind setning er úr Hjalla-orðabókinni minni og kom ósjálfrátt upp í hugann þegar ég sá heilsíðuauglýsingu með mynd af borgarstjóra Reykjavíkur að hvetja til samskota fyrir líknarfélag í Fréttablaðinu í dag. 

Næsta setning kom úr áramótaskaupinu: Það er eitthvað svooo rangt við þetta…

Eða hvernig ná menn heilli brú út úr eftirfarandi:

-Landspítalinn er svo fjársveltur að velunnarar kvenlækninga og fæðingarþjónustu stofna styrktarfélag til að kaupa tæki og bæta aðbúnað sjúklinga

-Efnt er til fjársöfnunar meðal almennings, á sama tíma og framlög úr almannasjóðum eru skert 

-Borgarstjórinn í Reykjavík, sem um þessar stundir stendur með niðurskurðarhnífinn á lofti yfir barnagæslu, kennslu og uppfóstran barna – með öðrum orðum aðbúnaði og lífskjörum ungra barnafjölskyldna – pósar á mynd til að styðja við fjársöfnun

-sem er ætlað að púkka upp á opinbera þjónustu

-sem verið er að skera niður!

Ég næ a.m.k. ekki samhenginu – en vona þó að söfnunin gangi vel

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Guðlaug Kristjánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
RSS straumur: RSS straumur