Mánudagur 22.04.2013 - 04:58 - Lokað fyrir ummæli

Jarðtengt lýðræði er björt framtíð

Björt framtíð var meðal annars stofnuð til að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórnsýslunnar.

Mótun tillagna

Dæmi um leiðir til þessa er málefnastarf BF sem fer fram allan sólarhringinn á www.heimasidan.is. Allir sem skrá sig þangað inn geta sett fram hugmyndir, gert athugasemdir við og/eða stutt hugmyndir annarra notenda vefsins, sem eru jafnt flokksbundið „framtíðarfólk“ sem aðrir.

Annað dæmi er framkvæmdin „Betri Reykjavík“ sem systur flokkur BF, Besti flokkurinn, hefur staðið að.

Efling umræðu

Grundvöllur bein unnar áherslu á Beint lýðræði er að mati BF upplýst umræða. Stjórnvöld verða að rækta þá umræðu með gegnsæi.

Beint lýðræði

Á grundvelli haldgóðra upplýsinga og upplýstrar og heiðarlegrar umræðu vill BF sýna í verki aukna nýtingu á beinu lýðræði og þannig jarðtengja stjórn landsins Beint ofan í grasrót.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Guðlaug Kristjánsdóttir
Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði
RSS straumur: RSS straumur