Miðvikudagur 11.03.2015 - 15:22 - FB ummæli ()

Launahækkanir og verðbólga

Það er mikið rætt um samband launa og verðbólgu vegna kjarasamninga og hvernig „launahækkunum er ýtt út í verðlagið“ eins og stundum er komist að orði. Þannig mælir SA með 3-4% nafnlaunahækkunum, tala sem er komin frá Seðlabanka Íslands. Fulltrúar launþega vilja meira, ca. 15-20% að því er virðist og vilja launahækkanir vegna þess hversu há verðbólga hefur verið. En sumir, þar með talið SA og Seðlabankinn, eru hræddir um að slíkar launahækkanir leiði til verðbólgu og að hundurinn haldi áfram að elta skottið á sér.

Til að meta sannleiksgildi þeirrar skoðunar er hjálplegt að skoða gögn og raunveruleikann. Áður hafði Viðar Ingason hjá VR komist að þeirri niðurstöðu að launahækkanir hefðu ekki teljandi áhrif á verðbólguþróun. Það væri frekar gengi krónunnar og olíuverð sem væri áhrifaríkara þegar kæmi að verðlagsþróun. Niðurstaða Viðars var einföld: launahækkanir leiða ekki sjálfkrafa til verðbólgu.

Eitt má finna að rannsókn Viðars og það var yfir hversu stutt tímabil hún náði. Því tók ég mig til og skoðaði lengra tímabil eða tímabilið 1906-1985. Ekki er auðvelt að finna gögn yfir allt tímabilið 1906-2015 svo þetta verður að duga að sinni.

Á myndinni hér að neðan má sjá þróun verðbólgu (blá lína) og launa yfir umrætt tímabil. Stuðst er við Almenna verðlagsvísitölu og dagvinnutímakaup verkafólks í Reykjavík. Gögn koma frá Hagstofu Íslands.

Nafnlaunahækkanir og verðbólga, 1906-1985

launogverdbolga

Sem sjá má héldust verðbólga og nafnalaunahækkanir nokkuð vel í hendur á þessu tímabili. En nú kemur stóra spurningin: hvort kemur á undan, hækkun launa eða verðbólga?

Til að skoða það má nota einfalt VAR líkan. Útprentið úr því líkani er hér fyrir neðan fyrir forvitna:

VAR system, lag order 1
OLS estimates, observations 1908-1985 (T = 78)
Log-likelihood = 133.93689
Determinant of covariance matrix = 0.00011055103
AIC = -3.2804
BIC = -3.0991
HQC = -3.2079
Portmanteau test: LB(19) = 42.1292, df = 72 [0.9981]

Equation 1: NVT
Heteroskedasticity-robust standard errors, variant HC1

coefficient std. error t-ratio p-value
——————————————————-
const 0.0329628 0.0147201 2.239 0.0281 **
NVT_1 0.700990 0.246198 2.847 0.0057 ***
LVT_1 0.0823414 0.234654 0.3509 0.7266

Mean dependent var 0.143763 S.D. dependent var 0.192180
Sum squared resid 1.188311 S.E. of regression 0.125874
R-squared 0.582146 Adjusted R-squared 0.571004
F(2, 75) 21.47586 P-value(F) 4.23e-08
rho 0.000481 Durbin-Watson 1.994854

F-tests of zero restrictions:

All lags of NVT F(1, 75) = 8.1069 [0.0057]
All lags of LVT F(1, 75) = 0.12313 [0.7266]

Equation 2: LVT
Heteroskedasticity-robust standard errors, variant HC1

coefficient std. error t-ratio p-value
——————————————————-
const 0.0451993 0.0118393 3.818 0.0003 ***
NVT_1 0.359726 0.206249 1.744 0.0852 *
LVT_1 0.391682 0.221295 1.770 0.0808 *

Mean dependent var 0.155671 S.D. dependent var 0.175601
Sum squared resid 1.025877 S.E. of regression 0.116954
R-squared 0.567933 Adjusted R-squared 0.556411
F(2, 75) 26.86939 P-value(F) 1.59e-09
rho −0.080821 Durbin-Watson 2.158867

F-tests of zero restrictions:

All lags of NVT F(1, 75) = 3.0420 [0.0852]
All lags of LVT F(1, 75) = 3.1327 [0.0808]

Fyrir þá sem ekki vita hvernig á að lesa VAR líkön benda niðurstöðurnar til þess að:

Á tímabilinu 1906-1985 var samband verðbólgu og nafnlaunahækkana svo að fyrst átti verðbólga sér stað og svo hækkuðu nafnlaun. Þá eru breytingar á nafnlaunum ekki teljandi áhrifavaldur á verðbólgu sé litið á heildartímabilið.

Niðurstaðan er því sú sama og hjá Viðari Ingasyni, hagfræðingi VR: helsti orsakavaldur verðbólgu á Íslandi hefur í gegnum tíðina ekki verið nafnlaunahækkanir.

Hvað með 7., 8. og 9. áratuginn?

En nú getur einhver sagt: „En hvað með mesta verðbólgutímann, árin 1960-1985? Sannarlega voru launakröfur þá þess valdandi að verðbólga var eins há og hún var!“

Skoðum þetta tímabil sérstaklega. Einfalt meðaltal ársverðbólgu á þessu tímabili var 28%. Sama tala fyrir nafnlaunahækkanir voru 27%.

Verðbólga og nafnlaunahækkanir, 1960-1985

launogverdbolga1

Hér eru niðurstöðurnar eftirfarandi:

VAR system, lag order 1
OLS estimates, observations 1960-1985 (T = 26)
Log-likelihood = 46.04636
Determinant of covariance matrix = 9.9258614e-005
AIC = -3.0805
BIC = -2.7902
HQC = -2.9969
Portmanteau test: LB(6) = 20.5883, df = 20 [0.4217]

Equation 1: NVT
Heteroskedasticity-robust standard errors, variant HC1

coefficient std. error t-ratio p-value
——————————————————-
const 0.0427973 0.0372609 1.149 0.2625
NVT_1 0.127933 0.322511 0.3967 0.6953
LVT_1 0.778840 0.319193 2.440 0.0228 **

Mean dependent var 0.287028 S.D. dependent var 0.200401
Sum squared resid 0.388554 S.E. of regression 0.129976
R-squared 0.612998 Adjusted R-squared 0.579346
F(2, 23) 16.09341 P-value(F) 0.000043
rho −0.216998 Durbin-Watson 2.427545

F-tests of zero restrictions:

All lags of NVT F(1, 23) = 0.15735 [0.6953]
All lags of LVT F(1, 23) = 5.9537 [0.0228]

Equation 2: LVT
Heteroskedasticity-robust standard errors, variant HC1

coefficient std. error t-ratio p-value
——————————————————-
const 0.0710826 0.0310362 2.290 0.0315 **
NVT_1 −0.0557996 0.246736 −0.2262 0.8231
LVT_1 0.818190 0.245337 3.335 0.0029 ***

Mean dependent var 0.275340 S.D. dependent var 0.165785
Sum squared resid 0.258965 S.E. of regression 0.106110
R-squared 0.623112 Adjusted R-squared 0.590339
F(2, 23) 30.08829 P-value(F) 3.80e-07
rho −0.274882 Durbin-Watson 2.480877

F-tests of zero restrictions:

All lags of NVT F(1, 23) = 0.051144 [0.8231]
All lags of LVT F(1, 23) = 11.122 [0.0029]

Niðurstöðurnar benda til þess að, já, verðbólga á árunum 1960-1985 var vegna mikilla launahækkana. Þetta er svipuð þróun og átti sér stað erlendis þar sem  verkalýðsfélög heimtuðu miklar nafnlaunahækkanir sem aftur leiddi til verðbólgu.

Hvað segir þetta okkur?

Já, þessar niðurstöður segja okkur að launahækkanir leiða ekki sjálfkrafa til verðbólgu. Þetta slær því á ótta fólks varðandi það að hvaða launahækkanir sem er muni sjálfkrafa og óumflýjanlega leiða til verðbólgu. En þetta gefur ekki verkalýðsfélögum frítt spil: of miklar launahækkanir munu leiða til verðbólgu.

Hvar er svo hinn gullni meðalvegur? Að honum verður ekki leitað hér að sinni. Þá er hér heldur ekkert minnst á hverjir ættu að fá mestu launahækkanirnar út frá þjóðhagslegu sjónarmiði en svarið við þeirri spurningu er þó mjög einfalt: þeir sem eru með lægstu launin.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Olafur Margeirsson
Einn af þessum með doktorsgráðu í hagfræði. Skrifar bækur og greinar um efnahagsmál fyrir íslenskan almenning. Þú getur styrkt mína vinnu á Patreon.
RSS straumur: RSS straumur