Fimmtudagur 26.03.2015 - 23:52 - FB ummæli ()

Verðtryggð lán eru toppurinn!

Einstein á að hafa sagt að skilgreiningin á geðveiki væri að reyna sama hlutinn aftur og aftur og vonast, eða búast við því, að niðurstaðan yrði önnur. Hvort sem kallinn sagði þetta eða ekki varð mér þessi hugsun mér ofarlega í huga þegar ég las „frétt“ á visi.is þess efnis að „Verðtryggð lán [væru] betri en óverðtryggð.“

Ég stoppaði sjálfan mig í því að vera með langan póst um hversu mikil þvæla þessi staðhæfing er. Í staðinn ætla ég bara að benda á tvennt:

1) Fólk hugsar í nafnstærðum en ekki raunstærðum. Hagfræðingar vilja helst ekki viðurkenna þetta eða taka þetta alvarlega því þetta gengur á mis við þá forsendu þeirra um að peningar séu hlutlausir. Þessi forsenda gerir alla módelvinnu þægilegri og því er hún mjög algeng – þótt hún sé tóm þvæla í raunveruleikanum! Að hugsa um nafn- frekar en raunstærðir, líkt og fólk venjulega gerir í sínu daglega lífi, er kallað „peningaglýja“ (e. money illusion) sem virðist af sumum hagfræðingum verið álitið svipað og sjúkdómur sem verði að þurrka út. Eitt sinn sagði háttsettur hagfræðingur innan Seðlabanka Íslands svo ég heyrði til að taka ætti upp nýja verðeiningu á Íslandi – svipaða og í Chile – til að hjálpa Íslendingum að læknast af peningaglýju. Þessum einstaklingi var fúlasta alvara: ef fólk hagar sér ekki eins og módelin segja verður að breyta hegðun fólks – frekar en að breyta módelinu. Hvernig væri nú að samþykkja raunveruleikann frekar og breyta módelinu?

En nei, það gengur ekki! Verðtryggð lán eru svo frábær því þá veistu hver raunvaxtaprósentan er nákvæmlega og það er það sem á að skipta öllu máli samkvæmt fræðunum.

Þessi að því er virðist skynsamlega ályktun er hins vegar, einkar haganlega, rifin niður af Arnari Bergi Guðjónssyni sem gæti ekki hafa orðað raunveruleikann betur (sjá komment við fyrrnefnda grein):

„Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki.

Er þá ekki betra að VITA HVAÐ ÞÚ ÁTT AÐ BORGA…

Jú, það er einmitt betra! Því það er jú einmit spurningin fyrir alla: hvert er og verður greiðsluflæðið af láninu m.v. þær tekjur sem ég hef og mun hafa? Mun mikilvægari spurning en „hvar fæ ég lægstu raunvextina?“ Fólk hugsar nefnilega í nafnstærðum, sama hversu mikið hagfræðingar óska þess að svo sé ekki.

2) Hér er stutt skilgreining á „negatively amortizing“ láni sem ég veit ekki íslenska heitið fyrir. Eftir að hafa lesið textann sjá þó margir að eiginleikar þessara lána eru hinir sömu og íslenskra verðtryggðra lána. Skáletrun er mín.

A loan with a payment structure that allows for a scheduled payment to be made where it is less than the [nominal] interest charge on the loan at the time the scheduled payment is made. When a payment is made which is less than the interest charge at the time, deferred interest is created. The amount of deferred interest created is added to the principal balance of the loan, leading to a situation where the principal owed increases over time instead of decreases.

Hér má sjá nokkra lýsa afleiðingum slíkra lána:

Consumer Financial Protection Bureau:

If you only pay some of the interest, the amount that you do not pay may get added to your principal balance. Then you end up paying not only interest on the money you borrowed, but interest on the interest you are being charged for the money you borrowed. This dramatically increases the amount of debt you have and the cost of the loan.

Þessi punktur hér að ofan væri raunar alveg afbragðsinnslag í fyrirlestri um fjármálalæsi! Er ekki hægt að láta Breka Karlsson hjá Stofnun um Fjármálalæsi vita?

Zingales, 2008, bendir á að þessi lán gefa fólki möguleika á að taka húsnæðislán sem þau hafa í raun ekki efni á að taka til þess að kaupa húsnæði sem það hefur ekki efni á. En að lokum mun spilaborgin hrynja. Zingales tengdi umræðuna sérstaklega við undirmálslánin í Bandaríkjunum fyrir 2008:

…negative amortization, allowed buyers to purchase houses for which they could not sustain the mortgage payments… [and] counting on the ability to refinance them continuously at higher prices.

Eins og við má búast eru vanskil venjulega hæst á slíkum lánum. Hér má sjá dæmi frá Kiff og Mills hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Aftur er verið að vísa til þróunarinnar í Bandaríkjunum fyrir kreppuna sem byrjaði 2008:

The highest delinquency rates are associated with “affordability products” such as “hybrid” and “option” [adjustable-rate mortgages]. These require interest-only payment at fixed “teaser” rates that can result in negative amortization during the first few years.

Hyman Minsky útskýrði afleiðingarnar fyrir fjármálakerfið og hagkerfið þegar fólk getur aðeins borgað hluta af vöxtunum og safnar í staðinn skuldum ofan á skuldir. Ef þið lesið nokkurn tímann einhvern pappír einhvern tímann um hagfræðilegt málefni lesið þá þennan pappír. Þar útskýrir Minsky innganginn á því hvernig ofþensla skulda, t.d. vegna þess að vaxtakostnaður er ekki allur greiddur þegar í stað heldur bætt við höfuðstól lánsins, líkt og í tilviki verðtryggðs láns, leiðir að lokum til þess að fjármálakerfið hrynur.

Þá auka verðtryggð lán verðbólguþrýstinginn á Íslandi með því að gera bankastofnunum það auðveldara fyrir að auka peningamagn í umferð. Jacky Mallet hjá Cornell University, einnig hjá Háskóla Reykjavíkur, orðar þetta ágætlega:

Although it is still often argued that index-linked loans helped to stop the hyperinflation, these arguments are typically based on high level macro-economic interpretations of the Icelandic economy, they fail to identify specific mechanisms to support their claims. In this paper we take the opposite approach, and present a detailed analysis of the monetary mechanics used for the loans at the double entry bookkeeping level of the banking system.
Based on this analysis there appears to be no evidence or mechanism that would support the claim that index-linked loans reduce or stop inflation. On the contrary: our research shows that the bookkeeping treatment of these loans within the banking system directly contributes to the banking system’s monetary expansion rate, and hence index-linked loans act to increase the inflation rate to which they are linked, rather than reducing it. They consequently create a positive feedback loop within the banking system’s monetary regulation operating directly on the money supply.

En verðtryggð lán eru samt toppurinn! Því þá veistu sko raunvextina!!

Skítt með það þó að á sama tíma og þú tekur verðtryggt lán frekar en en óverðtryggt, vegna þess að þú vildir vita jafn gagnslausan hlut og raunvexti lánsins, þá a) lentirðu í skuldavandræðum, b) misstir húsið því þú keyptir of dýra eign miðað við kaupgetu, c) hjálpaðir bönkunum til við peningamyndun sem er ómissandi hluti hærra verðlags, þ.e. verðbólgu, og d) endaðir á að auka óstöðugleika fjármálakerfisins á Íslandi.

Já, verðtryggð lán eru svo sannarlega toppurinn! Hipp hipp húrra!

Viðauki, ritað 29. mars, 23:35 CET:

Breki Karlsson vill koma eftirfarandi á framfæri:

„Heill og sæll Ólafur.

Þakka þér fyrir pistilinn á Pressunni hvar þú gagnrýnir fyrirsögnina á viðtali við mig. Greinin þín fjallar síðan lítið um orð mín og er bara ansi góð. Mig langar hins vegar til að benda þér á að fyrirsögnin er ekki mín, heldur blaðamanns. Mætti ég biðja þig að benda á það í grein þinni eða viðauka við hana til að koma í veg fyrir frekari misskilning?

Ég hef hvergi sagt að verðtryggð lán væru betri en óverðtryggð. Ég benti blaðamanni á að sé litið til vaxta síðastliðin 25 ár þá hefðu vextir verðtryggðra lána verið lægri en óverðtryggðra.

Varðandi punkt númer tvö hjá þér um „negatively amortizing“ þá er það eins og klippt útúr erindi mínu (sem var tilefni viðtalsins) þar sem ég fjallaði ma um ókosti verðtryggðra lána.

Ég hef síðan 2005 reynt að stuðla að upplýstri umræðu um fjármál einstaklinga og gera fólki kleift að taka upplýstar ákvarðanir þegar kemur að fjármálum. Það eru kostir við verðtryggð lán en einnig stórir ókostir. Fólk þarf að gera sér grein fyrir hvorutveggja áður en ákvörðun er tekin um lántöku. Upphrópanir og húrrahróp hjálpa ekki við það.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Olafur Margeirsson
Einn af þessum með doktorsgráðu í hagfræði. Skrifar bækur og greinar um efnahagsmál fyrir íslenskan almenning. Þú getur styrkt mína vinnu á Patreon.
RSS straumur: RSS straumur